Byggðaráð

887. fundur 15. nóvember 2018 kl. 13:00 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir lið 7 vegna annarra starfa.

1.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið

Málsnúmer 201811072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir að kr. 5.000.000 sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á rafbifreið fyrir umhverfis- og tæknisvið verði fellt niður þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárfestingu árið 2019.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á fjárfestingum að upphæð kr. 5.000.000 á deild 32200 og til hækkunar á móti á handbæru fé.

2.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 201811071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 12. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna framlags Dalvíkurbyggðar til hraðhleðsustöðvar. Óskað er eftir að áætlað framlag að upphæð kr. 1.400.000 verði fellt niður og sett verði upp millihleðslustöð en styrkur Dalvíkurbyggðar dugar fyrir þeim kostnaði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar að upphæð kr. 1.400.000 á deild 32200 og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

3.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Viðauki við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201811070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 7. nóvember 2018, er varðar leiðbeinandi verklagsreglur reikningsskila- og upplýsingarnefndar um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Það eru sérstök tilmæli nefndarinnar að bréf þetta verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu og yfirferðar á núverandi verkferlum sveitarfélagsins vegna gerð viðauka og reglubundins eftirlits með framgangi rekstrarins í samanburði við fjárhagsáætlun.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að yfirfara verklagsreglur Dalvíkurbyggðar um viðauka og leggja fyrir byggðaráð drög að endurskoðun á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, eftir því sem við á.

4.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar

Málsnúmer 201811024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 1. nóvember 2018, þar sem fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt fram drög að nýrri reglugerð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að móta drög að umsögn Dalvíkurbyggðar.

5.Starfsemi Víkurrastar / félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201803122Vakta málsnúmer

Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:

"Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Á 100. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 15. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 2. júlí 2018, á starfi forstöðumanns Víkurrastar og núverandi stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og nær yfir stöðu mála áður og eftir að starf forstöðumanns félagsmiðstöðar var lagt niður. Til umræðu ofangreint. Gísli Rúnar vék af fundi kl. 14:14 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til ráðningarnefndar sveitarfélagsins sem vinni málið áfram með sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem og öðrum starfsmönnum eftir því sem þarf og leggi fyrir byggðaráð tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins og þeim breytingum sem hafa verið gerðar á starfslýsingum og verkefnum annars vegar hvað varðar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og hins vegar hvað varðar umsjónarmann Íþróttamiðstöðvar. Markmiðið með þessum breytingum er að auka hlutverk og vægi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvað varðar starf með ungmennum og verkefni félagsmiðstöðvar. Á móti mun umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvar sjá um daglegan rekstur Íþróttamiðstöðvar. Á fundinum var kynnt starfslýsing Umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að í framhaldi að ofangreindum breytingum að fá uppfærða starfslýsingu fyrir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

6.Ráðningarnefnd - fundagerðir 2018

Málsnúmer 201811077Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir fundum og verkefnum ráðningarnefndar á tímabilinu 18. júlí til 6. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022; milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:45.

a) Skólalóð Dalvíkurskóla

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Friðrik Arnarsson, deildarstjóri / aðstoðarskólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 14:50.

Til umræðu tillaga að hönnun og kostnaðaráætlun vegna skólalóðar Dalvíkurskóla. Einnig lagt fram samantekt á hugmyndum og tillögum nemenda skólans.

Friðrik vék af fundi kl. 15:34.

Börkur vék af fundi kl. 16:19.

b) Annað á milli umræðna í sveitarstjórn ?

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsáætlunarlíkan 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 með breyttum forsendum hvað varðar verðbólguspá.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu að breytingum á framkvæmdaáætlun:

Skólalóð Dalvíkurskóla, kr. 13.500.000 árið 2019 í stað kr. 12.000.000, árið 2020 kr. 15.000.000 og árið 2021 kr. 15.000.000, alls kr. 43.500.000. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði gagngert yfir tillögur að hönnun og skipulagi skólalóðar Dalvíkurskóla í samræmi við það sem rætt var á fundinum um upphafleg markmið.
Framlag Dalvíkurbyggðar vegna sjóvarna árið 2021 kr. 5.600.000.
Endurnýjun leiktækja árin 2019-2022 kr. 1.000.000 hvert ár fyrir sig tekið út.


b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvikurbyggðar 2019 og þriggja ára áætlun 2020 - 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum á milli umræðna.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs