Byggðaráð

874. fundur 23. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:08 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Skilti á Víkurröst

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 8:19.

Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. júní s.l. var upplýsingafulltrúa og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að vinna áfram að skilti fyrir Víkurröst og koma með endanlegar tillögur að skiltum fyrir byggðaráð ásamt kostnaðaráætlun.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi endanleg tillaga að skiltum vegna merkinga á Víkurröst ásamt kostnaðaráætlun að upphæð kr. 332.170 með vsk, lýsingu og uppsetningu.

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi kl. 08:23.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að skiltum og kostnaðaráætlun sem er vísað á lið 31570-4610 í fjárhagsáætlun 2018.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201808062Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, vék af fundi kl. 09:00.

3.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - júní 2018; skil frá stjórnendum

Málsnúmer 201807109Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda vegna janúar - júní 2018.

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

a) Drög að fjárhagsramma 2019;

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsramma 2019 og helstu forsendur þar að baki.

b) Drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2019.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2019 og þá liði sem byggðaráð þarf sérstaklega að taka til afgreiðslu.

c) Önnur mál.

Til umræðu áherslur og stefnamótun í fjárhagsáætlun.
a) Lagt fram til kynningar og verður tekið til umfjöllunar og afgreiðslu 30.08.2018.
b) Lagt fram til kynningar og verður tekið til umfjöllunar og afgreiðslu 30.08.2018.
c) Lagt fram til kynningar.

5.Frá Eyþingi; Uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201808018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 8. ágúst 2018, er varðar uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar Lífeyrissjóðs. Eyþing leitar til aðildarfélaganna til að unnt sé að ljúka uppgjöri við sjóðinn vegna varúðar- og jafnvægissjóðs að upphæð kr. 7.199.806. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar samkvæmt reikningi sem borist hefur er kr. 445.828.

Til umræðu ofangreint.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindi Eyþings og greiðslu á ofangreindum reikningi að upphæð kr. 445.828. Bókast á deild 21800.

6.Varðar Samþykkt fyrir Dalbæ og skráningu.

Málsnúmer 201708042Vakta málsnúmer

Á 842. fundi byggðaráðs þann 26. október 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, endurskoðandi hjá KPMG á Akureyri, kl. 14:06.

Á 24. fundi stjórnar Dalbæjar þann 18. september s.l. var eftirfarandi bókað undir 3. lið:
'3.
Skráning Dalbæjar sem sjálfseignastofnunar.
Með fundarboði fylgdi rafbréf frá Guðrúnu Pálínu Jóhannsdóttur, dags. 29.08.2017 með upplýsingum frá Birgi Knútssyni, starfsmanni KPMG og einnig upplýsingar frá Sveini Jónatanssyni hdl. frá árinu 2009 og varða ofangreint málefni.
Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar fór yfir sögu þessa máls og þær reglur sem nú gilda um skráningu sjálfseignastofnana. Fyrir liggur að bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19.10.2010 samþykktir fyrir Dalbæ þar sem fram kemur að Dalbær heimili aldraðra Dalvík er sjálfseignastofnun samkvæmt lögum nr. 33/1999, en eins og fram kemur í gögnum sem greind eru hér að ofan þá kemur fram, að samkvæmt c. lið 4. gr. laga nr. 33/1999 taka þau lög ekki til öldrunarstofnana.
Stjórn Dalbæjar beinir því til Sveitasjórnar Dalvíkurbyggðar að taka þetta mál fyrir.'

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu."

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins og stöðu þess nú.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela KPMG að vinna áfram að málinu þannig að KPMG annist allt ferlið hvað varðar skráningu á Dalbæ sem sjálfseignarstofnun, m.a. alla skjalagerð, og gerð nýrra samþykkta fyrir Dalbæ. Áætlaður kostnaður allt að kr. 600.000 án vsk er vísað á deild 21010, lið 4391.

7.Reglur um stofnframlög vegna íbúða - krafa um endurgreiðslu

Málsnúmer 201807085Vakta málsnúmer

Á 873. fundi byggðaráðs þann 9. ágúst 2018 var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram drög að Reglum Dalvíkurbyggðar um stofnframlög unnið af fjármála-og stjórnsýslustjóra. Tilkomnar vegna stofnframlags Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Fram kemur í rafrænum samskiptum við endurskoðanda sveitarfélagsins dags 27.júlí.2018 að í slíkum reglum væri eðlilegt að það sé sett inn ákvæði um endurgreiðslu framlags sveitarfélagsins og í raun sé það forsenda fyrir því að hægt sé að eignfæra stofnframlögin sem eignarhluta en ekki gjaldfæra. Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög eins og þær liggja fyrir.

b) Í samræmi við 6. gr. reglna Dalvíkurbyggðar um stofnframlög þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi um endurgreiðslu á stofnframlagi Dalvíkurbyggðar til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses í samræmi við 5. gr. 14. gr. laga nr. 52/2016. Í rafpósti sveitarstjóra til Íbúðalánasjóðs þann 19. september 2017 er staðfest stofnframlag sveitarfélagsins er alls 32.592.192,- Þar af er gatnagerðar- og byggingarleyfisgjald 8.359.906,- Það sem eftir stendur, 24.232.286,- verður í formi eigin framlags (reiðufé, hönnun og undirbúningur).

8.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils. Síðari umræða.

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Á 872. fundi byggðaráðs þann 19. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að breytingum. Gerð er tillaga að breytingum á greinum nr. 4, nr. 7 og nr. 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til síðari umræðu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Landsþing 2018

Málsnúmer 201805026Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 20. júlí 2018, þar sem boðað er til XXXII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. til 28. september 2018 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

10.Landbúnaðarráð - 120, frá 17.08.2018

Málsnúmer 1808004FVakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 11:04 til annarra starfa.

Til afgreiðslu:
1. liður.
4. liður.
5. liður.
9. liður.
  • Til afgreiðslu erindisbréf landbúnaðarráðs. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð samþykkir framlagt erindisbréf með áorðnum breytingum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.

  • Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð ítrekar að notast sé við það form leigusamninga sem tíðkast hefur á leigulandi sveitarfélagsins.
    Nýting á landinu er á ábyrð leigutaka.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 10.3 201808022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál. Landbúnaðarráð - 120 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Með innsendu erindi dags. 4. ágúst 2018 óskar fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir breytingum á gangnafyrirkomulagi. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar óskir um breytingu á gangnafyrirkomulagi.
    Ráðið vill ennfremur minna á eftirfarandi atriði:

    Skipulag gangna og rétta hér á landi er félagsleg framkvæmd skv.
    afréttarlögunum nr./1986 með síðari breytingum, undir stjórn
    bæjar- og sveitastjórna um land allt. Fjallskilanefndum er síðan
    falið að sjá um framkvæmdina í umboði þeirra í samræmi við
    fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.

    Samkvæmt 19.gr fjallskilasamþykktarinnar ber gangnaforingjum skylda til að tilkynna fjallskilastjóra um gangnarof. Sá sem ekki mætir eða sendir fullgildan gangnamann í göngur á þeim stað og tíma, er honum hefur verið gert að skila gangnadagsverki, telst hafa framið gangnarof. Skal hann þá greiða fyrir gangnarof í sveitar- eða fjallskilasjóð, sem svarar einu og hálfu dagsverki eins og það er metið á hverjum tíma, eftir ákvörðun
    sveitarstjórnar.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Til afgreiðslu skipan fjallskilastjóra í deildunum þremur í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 120 Ráðið leggur til eftirfarandi aðila:

    Svarfdæladeild:
    Árni Sigurður Þórarinsson,Hofi. Fjallskilastjóri.
    Atli Friðbjörnsson, Hóli.
    Friðrik Arnarsson, Jörfatúni.
    Kristín Sigurhanna Sigtryggsdóttir, Hofi.

    Dalvíkudeild:
    Sigurbjörg Einarsdóttir, Hóli. Fjallskilastjóri.
    Ottó B Jakobsson, Dalvík.
    Þorleifur Kristinn Karlsson, Hóli.
    Zophonías Ingi Jónmundsson, Hrafnsstöðum.

    Árskógsdeild:
    Jónas Þór Leifsson, Syðri-Haga. Fjallskilastjóri.
    Gitta Unn Ármannsdóttir, Syðri-Haga.
    Snorri Snorrason, Krossum.

    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 13. ágúst 2018 óskar fjallgirðingarnefnd/fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir áframhaldandi framlagi sveitarfélagsins til fjallgirðingarsjóðs samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra að legggja fram stöðu verkefnisins fyrir næsta fund ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

    Til umræðu ofangreint.
    Landbúnaðarráð - 120 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu erindi frá MAST dags. 24. júlí 2018. Landbúnaðarráð - 120 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu innsend erindi frá Lilju Björk Reynisdóttur fyrir hönd Hestamannafélagsins Hrings dags. 26. júlí 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á leiguhólfi hestamannafélagsins í landi Böggvisstaða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Landbúnaðarráð - 120 Landbúnaðarráð getur ekki fallist á umbeðin makaskipti þar sem það land sem óskað er eftir er þegar í útleigu.
    Ráðið bendir á að aðliggjandi land neðan Böggvisstaða er laust til útleigu.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

11.Umhverfisráð - 308, frá 16.08.2018

Málsnúmer 1808003FVakta málsnúmer

Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
6. liður.
9. liður.
11. liður.
  • Til umræðu breytingar á móttöku sorps á gámasvæðinu við Sandskeið.
    Undir þessum lið koma á fundinn þeir Óskar Árnason og Ólafur Georgsson kl 08:15.
    Umhverfisráð - 308 Óskar og Ólafur viku af fundi kl. 08:44.
    Ráðið þakkar þeim fyrir greinargóða yfirferð á rekstri gámasvæðisins og hvað betur má fara.
    Ráðið leggur til að gerð verði breyting á gjaldskrá sorphirðu í samræmi við gjaldskrár nágrannasveitarfélaganna fyrir móttöku sorps á gámasvæðinu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið koma á fund ráðsins Kristín A. Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson kl. 08:50.
    Með innsendum rafpósti dags. 8. ágúst 2018 óskar Kristín A. Símonardóttir eftir að koma á fund ráðsins og kynna hugmyndir að sjósundaðstöðu norðan og neðan við kaffihús Bakkabræðra.
    Umhverfisráð - 308 Bjarni og Heiða viku af fundi kl. 09:11.
    Umhverfisráð þakkar þeim Bjarna og Heiðu fyrir kynninguna á fyrirhugaðri sjósundsaðstöðu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 13.ágúst 2018 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson, fyrir hönd Brúarsmiða ehf, eftir byggingarleyfi á lóðinni Gunnarsbraut 8, Dalvík. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 9. ágúst 2018 óska þau Atli Dagsson og Margrét Ásgeirsdóttir eftir endurnýjun á byggingarleyfi við Skógarhóla 18, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar og felur sviðsstjóra að veita takmarkað byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangeinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til kynningar og umræðu gögn vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2019. Umhverfisráð - 308 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu umsókn um stækkun á skóræktarsvæði jarðarinnar Tungufells í Svarfaðardal sem vísað var til umhverfisráðs á 872. fundi byggðarráðs vegna skipulagsmála. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi, en bendir á að mikilvægt er að við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði mörkuð stefna í skógrækt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangeinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Skrifstofu yfirstjórnar Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins dags. 27. júlí 2018.

    Vakin er athygli á því að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.
    Þá er boðað til kynningarfundar á drögunum fimmtudaginn 23.ágúst 2018 á Hótel KEA Akureyri kl. 15:30-17:00.
    Umhverfisráð - 308 Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu drög að bréfi til rekstraraðila vegna fyrirhugaðs hreinsunarátaks. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda út bréfið með áorðnum breytingum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar tilboð í gerð úttektar á götum, gangstéttum og göngustígum í sveitarfélaginu. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð fór yfir þau þrjú tilboð sem bárust í verkefnið og leggur til að gengið verði að tilboði Eflu verkfræðistofu.
    Ráðið leggur til að verkefnið verði fjármagnað af lið 09220-4320.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Undir þessum lið komu á fund ráðsins kl. 10:40 þau Friðrika og Sigurður eigendur 0201 að Goðabraut 3.
    Til umræðu nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík vegna stækkunar.

    Umhverfisráð - 308 Friðrika og Sigurður viku af fundi kl. 10:50.
    Eigendur kynntu nýjar áætlanir fyrir ráðinu vegna stækkunar hússins.
    Ráðið óskar eftir nánari teikningum af þeim tillögum sem kynntar voru.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu erindisbréf umhverfisráðs. Umhverfisráð - 308 Umhverfisráð samþykkir framlagt erindisbréf.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar.

12.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76, frá 15.08.2018

Málsnúmer 1808002FVakta málsnúmer

  • Fyrir fundinum liggja gögn um fjárhagsáætlunarferlið og tímaramma. Gert er ráð fyrir a.m.k. þrem fundum veitu- og hafnaráðs vegna vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Við flugeldasýningu, sem haldin var við lok Fiskidagsins mikla, varð það óhapp að eldur komst í dekkjaþybbur á Suðurgarði. Talið er að um 55 dekk séu ónýt og er nauðsynlegt að skipta um dekkjastæður á um 60 m kafla.
    Borist hefur rafpóstur, dagsettur 14. ágúst 2018, frá formanni Björgunarveitar Dalvíkur þar sem fram kemur að þeim þyki leitt að svona hafi farið og bjóðast til að greiða kostnaðinn af viðgerðum vegna óhappsins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að ræða við formann björgunarsveitarinnar um hver aðkoma hennar gæti orðið til lagfæringar á þybbunum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breyting var gerð á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
    "Við afgreiðslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar:
    Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017. Allir gjaldskrárliðir sem taka til útselts tímagjalds skulu breytast miðað við launavístölu og er viðmiðunarvísitalan 1. ágúst 2016 sem er 583,4 stig. Aflagjald í gjaldskrá breytist ekki nema með sérstakri ákvörðun sveitarstjórnar.“

    Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í gjaldskránni í fyrsta sinn og er breyting á þeim liðum sem byggingarvísitala nær til 3,42% og launavísitala 8,11%.
    Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagða uppfærslu á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2017 til samræmis við breytingu á vísitölum sem gildir frá 1. janúar 2018."

    Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá Hafnasjóðs miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79% og breyting á launavísitölu til júní 2018 er 4,44%.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Sviðsstjóra falið að ganga frá gjaldskrá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggja hana fyrir ráðið aftur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breyting var gerð á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum og tók hún gildi 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:

    "Við afgreiðslu á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæði: „Um breytingar á gjaldskrá vegna leigu á verbúðum: Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016 sem er 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1. júlí 2017.“

    Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%."

    Sambærilegar tillögur til hækkunar á gjaldskrá vegna leigu á verðbúðum miðað við byggingarvísitölu ágústmánaðar 2018 er 2,79%.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Sviðsstjóra falið að ganga frá gjaldskrá samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og leggja hana fyrir ráðið aftur. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á hverju ári er óskað eftir upplýsingum um skip sem eru með heimahöfn í höfnum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um vöruflutinga um hafnirnar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 12.6 201808035 Landaður afli 2018.
    Landaður afli hjá höfnum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar fyrstu sjö mánuði ársins er 11.500 tonn, sem er um 28% meiri afli en á saman tíma á árinu 2017. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt yfirliti, vegna framkvæmda við Austurgarð sem borist hefur frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins, þá er bókfærður heildarkostnaður kr. 318.038.000,- þar af er styrkhæf framkvæmd að fjárhæð kr. 212.259.000,- og greiddur styrkur kr. 127.355.000,-. Samkvæmt framansögðu er kostnaður Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar orðinn kr. 190.682.000,- sem er um 60% af heildarkostnaði. Allar fjárhæðir eru án vsk. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 71. fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 17. janúar 2018 var eftirfarandir fært til bókar undir liðnum Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2018.

    "Við vinnu vegna gerðar fjárhagsáætlun 2018 kom til umræðu breyting á gjaldskrá veitunnar. Fyrir lá tillaga formanns um að gjaldskráin mundi haldast óbreytt. Þessi ákvörðun ráðsins kemur fram í starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2018."

    Siðasta breyting sem gerð var á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur var á 54. fundi veitu- og hafnaráðs 20.10.2016. Þar var eftirfarandi fært til bókar:

    "Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið."

    Vísitala byggingarkostnaðar í september 2016 var 131,6 stig og í ágúst 2018 er hún 139,9 stig sem er 6,31% breyting.
    Til frekari skýringar þá fylgir fundarboði útreikningur á tekjubreytingu veitunnar miðað við framangreindar forsendur.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breyting var gerð á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:
    "Gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Vatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Aukavatnsgjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“ Og einnig „Mælaleiga er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu tvisvar á ári 1. janúar og 1. júlí ár hvert.“og að lokum „Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016 , 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.“

    Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%."

    Hér var miðað við vísitölu byggingakostnaða í desember 2017 sem var 136,1 stig.
    Vísitala ágústmánaðar er 139,9 verður breytingin á gjaldskránni 2,79%. Á fylgiskjali má sjá breytingu á tekjum veitunnar miðað við þessar forsendur.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Breyting var gerð á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar sem tók gild frá 1. janúar 2018. Á fundi veitu- og hafnaráðs, sem haldinn var 6. desember 2017, var eftirfarandi fært til bókar:

    "Gjaldskrá fyrir Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt eftirfarandi ákvæðum: „Fráveitugjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“ Og einnig „Rotþróargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar 1. september 2016, 131,6 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu einu sinni á ári í fyrsta sinn 1. janúar 2018.“

    Nú um áramótin virkjast þetta ákvæði í fyrsta sinn og er breytingin á byggingarvísitölunni 3,42%.
    Hér var miðað við vísitölu byggingakostnaða í desember 2017 sem var 136,1 stig.

    Vísitala ágústmánaðar er 139,9 verður breytingin á gjaldskránni 2,79%. Á fylgiskjali má sjá breytingu á tekjum veitunnar miðað við þessar forsendur.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og tæknisvið bauð út gatnagerð við Ægisgötu og Öldugötu á Árskógssandi. Þetta var gert í framhaldi af hönnun framkvæmdarinnar. Þá kom í ljós að lagnakefið var orðið töluvert umfangsmeira og kostnaðarmeira en gert hafði verið ráð fyrir.Í framhaldi sótti sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs um viðauka vegna fráveitu - og vatnsveitulagna. Sjá fylgigögn. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti, sem dagsettur er 10. júlí 2018, eru send drög að reglum um skráningu, hönnun og frágang borholna og um skil á upplýsingum um borholur til Orkustofnunar. Umræddar drög að reglum eru send til umsagnar og er umsagnarfrestur er til 15. september 2018. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 76 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlög drög. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu byggðaráðs og eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

Fundi slitið - kl. 11:08.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs