Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

Málsnúmer 201705174

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 824. fundur - 08.06.2017

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir:

a)
Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b)
Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma.
d)
Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Á 824. fundi byggðaráðs þann 8. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir: a) Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. b) Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. d) Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu. Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar. "

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Áframhaldandi umræður um eftirfarandi:
Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er eftirfarandi til umfjöllunar í byggðaráði í apríl - maí eða þegar ársreikningur liggur fyrir:
a) Framkvæmdastjórn og byggðaráð ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b) Umræða í byggðaráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma.
d) Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2018

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti meðfylgjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2018.

b) Drög að fjárhagsramma 2018

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsrömmu fyrir árið 2018.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með forsendur með fjárhagsáætlun 2018 með þeirri breytingu að jólagjöf til starfsmanna hækki úr kr. 10.000 í kr. 12.000 árið 2018.
b) Lagt fram til kynningar og verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.

Byggðaráð - 832. fundur - 31.08.2017

Á 831. fundi byggðaráðs þann 24. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:

"a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2018 Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti meðfylgjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2018.
b) Drög að fjárhagsramma 2018 Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kynnti drög að fjárhagsrömmu fyrir árið 2018. Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með forsendur með fjárhagsáætlun 2018 með þeirri breytingu að jólagjöf til starfsmanna hækki úr kr. 10.000 í kr. 12.000 árið 2018. b) Lagt fram til kynningar og verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs."

Með fundarboð byggðaráðs fylgdu tillaga að fjárhagsramma 2018, drög #2. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á milli funda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlunar 2018 eins og hann liggur fyrir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 92. fundur - 05.09.2017

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

Umræður sköpuðust um fyrirkomulag á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og annarra starfsmanna sem undir hann heyra.
Ráðið leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að endurskipuleggja/búa til starf millistjórnanda fyrir íþróttamiðstöð, er varðar m.a. húsvörslu, rekstur á kerfum, starfsmannahald og ýmislegt fleira. Þetta yrði gert vegna áherslubreytinga á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Ráðið mun funda aftur 18. september kl. 16:30 þar sem farið verður yfir endanlega starfs- og fjárhagsáætlun.

Atvinnumála- og kynningarráð - 26. fundur - 06.09.2017

Til umræðu áherslur og stefna hvað varðar verkefni er snúa að markaðs- og kynningarmálum og atvinnumálum vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2018-2021.
Til umræðu.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Til viðbótar þeim erindum sem hafa verið tekin fyrir vegna fjárhagsáætunar þá er minnt á neðangreindar afgreiðslur:

1)
201504045 - Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: vinnuhópur



b) Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur.





2)



Bókun og afgreiðsla byggðaráðs þann 20.10.2016 er varðar framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði:









Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum  á frístundasvæðinu á Hamri.  Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.  





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.     






1) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.
2) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Byggðaráð - 834. fundur - 14.09.2017

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 12. september 2017, er varðar minnisblað með forsendum fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 93. fundur - 18.09.2017

Afgreiðslu frestað. Auka fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. september kl. 8:15.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 94. fundur - 19.09.2017

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir fjárhagsramma fyrir árið 2018.
Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 verði eftirfarandi:

Íþrótta-& æskulýðsráð
4.788.367
Æskulýðsfulltrúi
13.984.874
Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
376.052
Ungmennaráð
424.828
Aðrir leikvellir
253.890
Sumarnámskeið
160.059
Vinnuskóli
9.245.896
Víkurröst félagsmiðstöð
12.588.595
Íþróttamiðstöð
157.324.334
Rimar
7.015.232
Sundskáli svarfdæla
4.087.127
Sparkvöllur
1.081.391
Styrkir & framlög
63.533.829

Að auki er lagt til eftirfarandi viðbótarstyrki árið 2018:
Blakfélagið Rimar vegna strandblaksvallar: 591.000
Golklúbburinn vegna vélakaupa: 5.000.000.-
Skíðafélag Dalvíkur vegna rekstur og viðhalds skíðasvæðis: 5.000.000.-

Þar að auki er lagt til að endurskoðað verði þau stöðugildi sem eru á íþrótta- og æskulýðssviði sbr. minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 18.09.2017. Áætlaður kostnaður er allt að 5.500.000.- og er sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að koma með nánari útfærslu á starfinu.

Heildar áætlun er því kr. 290.955.474 eða 11.840.592 umfram útgefinn ramma. Er því óskað eftir aukningu á fjárhagsramma sem því nemur.

Byggðaráð - 835. fundur - 21.09.2017

Skilafrestur á starfs- og fjárhagsáætlun stjórnenda, eftir umfjöllun í fagráðum eftir því sem við á, var 19. september s.l.

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar á umfjöllun byggðaráðs að ljúka 5. október n.k.

Farið var yfir á fundinum umfjöllun fagráða hvað varðar afgreiðslur á einstökum málum og erindum og yfirferð yfir starfsáætlanir, fjárhagsramma og fylgigögn skipulagt.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 836. fundur - 28.09.2017

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálasviðs

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Eyrún kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks 02; félagsþjónusta, fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

Eyrún vék af fundi kl. 12:44.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs


Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:00.

Þorsteinn kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun málaflokka 41, 42, 43, 44, 47, 48, 73, 74; Hafnasjóður, Vatnsveita, Hitaveita og Fráveita.

Þorsteinn vék af fundi kl. 14:15.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 837. fundur - 28.09.2017

a) Tillögur fræðslu- og menningarsviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 15:15.

Hlynur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 04 Fræðslu- og uppeldismál ,05 Menningarmál ,06 Íþrótta- og æskulýðsmál og tjaldsvæði deild 1370.


Hlynur vék af fundi kl. 16:10.

b) Tillögur umhverfis- og tæknisviðs að starfs- og fjárhagsáætlun

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 16:12.

Börkur kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 fyrir málaflokka 07 Brunamál- og almannavarnir, 08 Hreinlætismál, 09 Bygginga- og skipulagsmál, 10 Samgöngumál, 11 Umhverfismál, 13 að hluta vegna landbúnaðarmála, 31 Eignasjóður rekstur og 32 Eignasjóður fjárfestingar.

Börkur vék af fundi kl. 17:56.

c) Samantekt dagsins.

Farið yfir yfirferð dagsins og næstu skref í vinnunni rædd.





Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 838. fundur - 03.10.2017

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýsluvið.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýlusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs sem og starfsáætlun upplýsingafulltrúa vegna málaflokka 00 Skatttekjur, 03 að hluta vegna heilbrigðismála, 13 að hluta vegna atvinnumála, 20 Framlag til B-hluta fyrirtækja, 21 Sameiginlegur kostnaður, 22 Lífeyrisskuldbindingar, 28 Fjármunatekjur- og fjármagnsgjöld, 32 að hluta vegna tölvu - og hugbúnaðar, 57 Félagslegar íbúðir.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 839. fundur - 12.10.2017

Bjarni kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:21.

Á fundinum var farið yfir þær ákvarðanir sem á eftir að taka vegna tillagna um starfs- og fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

a) Samantekt á afgreiðslu fagráða.

b) Beiðnir um nýkaup.

c) Viðhald Eignasjóðs.

d) Framkvæmdatillaga umhverfis- og tæknisviðs.

e) Fjárfestingar- og framkvæmdatillögur.

f) Beiðnir um viðbótarstöðugildi.

g) Samanburður á niðurstöðum úr vinnubókum fjárhagsáætlunar 2018 vs. fjárhagsramma.

Byggðaráð - 840. fundur - 18.10.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

a) Tillögur frá umhverfis- og tæknisviði vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021; lokayfirferð.

Á fundinum var farið yfir uppfærðar tillögur frá umhverfis- og tæknisviði vegna fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.

Farið var yfir eftirfarandi:
Tillögur að fjárfestingum Eignasjóðs, málaflokkur 32.
Tillögur að nýframkvæmdum hvað varðar götur, gangstéttar og göngustíga.
Tillögur að viðhaldi Eignasjóðs.
Farið var yfir afgreiðslur umhverfisráðs og landbúnaðarráðs á erindum og málum er varðar vinnu við fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.
Beiðnir um viðbótarstöðugildi.

Unnið var að og gerðar voru breytingar á fundinum á framlögðum tillögum.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 14:19 og kom inn aftur kl. 14:24 vegna umfjöllunar um erindi frá Golfklúbbnum Hamar.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:33 og kom inn aftur kl. 14:35 vegna umfjöllunar um erindi frá Björgunarsveitinni á Dalvík.

Börkur Þór vék af fundi kl. 15:41.

Lagt fram til kynningar.

Guðmundur St. Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Bókun kjörinna fulltrúa J-listans vegna gervigrasvallar

Við tökum heilshugar undir bókun Kristins Inga Valssonar í Íþrótta- og æskulýðsráði um að aðstaða til íþróttaiðkunar í Dalvíkurbyggð eigi að vera eins og góð og fjölbreytt og kostur er.
Við teljum að gervigrasvöllur í fullri stærð sé of stór fjárfesting fyrir sveitafélagið okkar sem telur innan við 1900 íbúa. Við komum áfram til með að styðja fyrri ákvörðun um hálfan gervigrasvöll sem kæmi til með að fullnægja sem æfingaraðstaða allt árið fyrir þá flokka sem æfa á Dalvíkurbyggð.
Við teljum að heill gervigrasvöllur með tilheyrandi upphitun og lýsingu komi einungis til með að nýtast í kappleikjum eldri flokka, þ.e 4. flokki til meistaraflokks. Eins og staðan er í dag er ekki 2. og 3. flokkur í Dalvíkurbyggð, sameiginlegur 4. flokkur Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar dró sig út úr Íslandsmótinu í sumar sökum fjölda iðkenda og meistarflokkur er að mestu leyti skipaður leikmönnum sem ekki komast í aðallið KA og Þórs á Akureyri. Á þessu ári spilaði meistaraflokkar Dalvík Reynis væntanlega um 10 heimaleiki. Okkar skoðun er að bygging á heilum gervigrasvelli muni ekki hafa mikil áhrif á þá þróun sem verið hefur.
Að auki teljum við að í viðbót við framkvæmdakostnað við byggingu á heilum gervigrasvelli þurfi að hækka all verulega árlegan rekstarstyrk vegna aukins rekstarkostnaðar og endurnýjunar á gervigrasi þegar þar að kemur en samkvæmt upplýsingum er líftími gervigrass um 10-15 ár."

Byggðaráð - 841. fundur - 19.10.2017

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019 - 2021.

a) Beiðnir um búnaðarkaup.
b) Beiðnir um viðbótar stöðugildi.
c) Beiðnir um viðbót við fjárhagsramma.
d) Afgreiðslur fagráða.
e) Yfirlit yfir stöðugildi skv. launaáætlun 2018 í samanburði við 2017.
f) Yfirlit yfir tillögur að fjárhagsáætlunum deilda og málaflokka í samanburði við úthlutaða ramma, sbr. fundur byggðaráðs þann 31.08.2017.
Tillögum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 843. fundur - 01.11.2017

Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

Til umræðu ofangreint.

a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000.

b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar:
"Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."

Sveitarstjórn - 296. fundur - 07.11.2017

Á 843. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Til umræðu ofangreint. a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000. b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar: Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."

Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum og forsendum fjárhagsáætlunar:


Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 94.805.000 jákvæð.
2019: Kr. 122.429.000 jákvæð.
2020: Kr. 123.423.000 jákvæð.
2021: Kr. 125.457.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 72.509.000 jákvæð.
2019: Kr. 90.872.000 jákvæð.
2020: Kr. 86.453.000 jákvæð.
2021: Kr. 86.189.000 jákvæð.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 261.407.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000

Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0

Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 117.984.000
2019: Kr. 100.228.000
2020: Kr. 79.170.000
2021: Kr. 80.409.000.

Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 305.183.000
2019: Kr. 343.382.000
2020: Kr. 348.624.000
2021: Kr. 353.922.000

Einnig tóku til máls:
Guðmundur St. Jónsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn og til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun:
"Með vísan til bókunar J listans í byggðaráði um gervigrasvöll sitja fulltrúar listans hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021. Í áðurnefndri bókun kemur m.a. fram að við teljum að ,,gervigrasvöllur í fullri stærð sé of stór fjárfesting fyrir sveitafélagið okkar sem telur innan við 1900 íbúa.“ Og einnig að við komum til með að ,,styðja fyrri ákvörðun um hálfan gervigrasvöll sem kæmi til með að fullnægja sem æfingaraðstaða allt árið fyrir þá flokka sem æfa í Dalvíkurbyggð.“

Byggðaráð - 845. fundur - 16.11.2017

Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn.

Tillögur um breytingar á milli umræðna:

a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:

Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað:

'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000'

Til umræðu ofangreint.

Hlynur vék af fundi kl. 13:54.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi.

Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.

c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings.

Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.

d) Ný Þjóðhagsspá.

Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.

e) Bílamál sveitarfélagsins.

Til umræðu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu.

Sveitarstjórn - 297. fundur - 21.11.2017

Á 845. fundi byggðaráðs þann 16.11.2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 296. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember s.l. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn og samþykkt að vísa fjárhagsáætluninni til umræðu í byggðaráði á milli umræðna í sveitarstjórn. Tillögur um breytingar á milli umræðna:

a) Á 844. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt: Á 95. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað: 'Tekin var fyrir ábending frá Bessa og Orra á Ingvörum varðandi hjólabrettagarð. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendinguna. Íþrótta- og æskulýðsráð vísaði sl. vor til umræðu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 hugmyndum um hjólabraut. Í vinnu við fjárhagsáætlun á síðasta fundi ráðsins misfórst að fjalla um þetta mál og óskar því íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að sveitarstjórn kanni hvort hægt verði að gera ráð fyrir einni braut á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Kostnaður við slíka braut er áætlaður kr. 5.900.000' Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:54. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs og leggur til að bætt verði við fjárhagsáætlun 2018 kr. 5.900.000 á deild 32.

b) Beiðni frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um viðbótarlaun á deild 06500 vegna afleysingar í forföllum, sjá meðfylgjandi. Í rafpósti dagsettur þann 10. nóvember 2017 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kemur fram beiðni um að gert sé ráð fyrir launum vegna afleysingar í forföllum í allt að 6 mánuði á deild 06500; Íþróttamiðstöð. Samkvæmt útreikningum launafulltrúa þá er áætlaður kostnaður vegna afleysinga kr. 1.726.524.

c) Breytingar á launum í leikskóla v. kjarasamnings. Vegna breytinga á launakjörum starfsmanna í leikskólanum Krílakoti vegna leiðréttinga skv. kjarasamningi þá er áætluð hækkun skv. launaáætlunarkerfi kr. 694.378, deild 04140.

d) Ný Þjóðhagsspá. Tekið fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 13. nóvember 2017, er varðar endurskoðaða þjóðhagsspá í nóvember 2017. Fram kemur m.a. að áætluð verðbólga ársins 2018 er nú 2,9% en var áður 2,7%.

e) Bílamál sveitarfélagsins. Til umræðu.


b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að viðbótarlaunakostnaði vegna afleysinga í forföllum verði bætt við deild 06500 kr. 1.726.524.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerð verði breyting á launakostnaði leikskólans Krílakots að upphæð kr. 694.378, deild 04140.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að áætlun verðbólgu fyrir árin 2018-2021 verði í samræmi við nýjustu þjóðhagsspá.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá sviðsstjórum um þarfagreiningu vegna bílamála sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að halda utan um upplýsingaöflun og greiningu. "

Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir breytingum á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 milli umræðna í sveitarstjórn.


Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta:
2018: Kr. 90.469.000 jákvæð.
2019: Kr. 119.046.000 jákvæð.
2020: Kr. 120.645.000 jákvæð.
2021: Kr. 122.121.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
2018: Kr. 68.899.000 jákvæð.
2019: Kr. 87.493.000 jákvæð.
2020: Kr. 83.408.000 jákvæð.
2021: Kr. 82.873.000 jákvæð.

Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 267.307.000.
2019: Kr. 267.415.000.
2020: Kr. 107.690.000
2021: Kr. 125.270.000

Lántaka Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 169.500.000 vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
2019: Kr. 0
2020: Kr. 0
2021: Kr. 0

Afborgun langtímalána Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 118.175.000
2019: Kr. 100.385.000
2020: Kr. 79.228.000
2021: Kr. 80.468.000.

Veltufé frá rekstri Samstæðu A- og B-hluta:
2018: Kr. 302.740.000
2019: Kr. 340.920.000
2020: Kr. 346.175.000
2021: Kr. 351.484.000

Einnig tóku til máls:

Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir að fulltrúar J-listans sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021 með vísan til fyrri bókana.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Til kynningar og umræðu fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.
Lagt fram til kynningar.