Umhverfisráð

299. fundur 18. desember 2017 kl. 16:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
 • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 16:15.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita umsagna Vegagerðarinnar og Lögreglu og að því loknu að halda opin íbúafund þar sem áætlunin verður kynnt.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Valur Þór vék af fundi kl. 16:40

2.Til Umhverfis- og friðlandsnefndar

Málsnúmer 201711019Vakta málsnúmer

Til kynningar innsent erindi Hjörleifs Hjartarssonar dags. 3. nóvember 2017 varðandi Friðland Svarfdæla.
Ráðið þakkar Hjörleifi innsent erindi.

3.Samningur um Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201302077Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu drög að nýjum umsjónasamningi frá Umhverfisstofnun fyrir Friðland Svarfdæla.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að boða sérfræðinga á næsta fund ráðsins í janúar 2018.

4.Svæðisskipulagsnefnd

Málsnúmer 201704072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar frá 29. nóvember 2017 ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2018.
Lagt fram til kynningar

5.Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201703070Vakta málsnúmer

Lögð frá til kynningar 196. fundargerð HNE frá 9. nóvember 2017.
Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um umsögn, undanþága frá ákvæðum friðlýsingar

Málsnúmer 201610055Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 6. desember 2017 óskar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögn umhverfisráðs um undanþágu frá ákvæðum auglýsingar um fólkvang í Böggvisstaðarfjalli vegna erindis Júlíusar Magnússonar um nýtingu á Stórhólstjörn.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar setur sig ekki upp á móti umsókninni svo fremi sem umsagnir Náttúrufræði og Umhverfisstofnunar gefi tilefni til að þessi starfsemin gangi ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um lóð við Hringtún 42

Málsnúmer 201712033Vakta málsnúmer

Með umsókn dags. 05.11.2017 sækja þau Kjartan Hjaltason og Nanna Hinriksdóttir um lóðina Hringtún 42.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna lóð.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um lóðir á Árskógssandi

Málsnúmer 201711104Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 15.12.2017 óskar Agnes Sigurðardóttir fyrir hönd Bjórbaðanna eftir lóðunum Ægisgötu 27 og 28 og Öldugötu 24 og 26.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðnar lóðir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

10.Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047Vakta málsnúmer

Til umræðu deilskipulag í landi Upsa.
Umhverfisráð leggur til að ákvörðun bæjarstjórnar frá 30.10.2012 þar sem bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það.
Ráðið felur sviðsstjóra að hefja vinnu við breytingu á skipulaginu í landi Upsa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

11.Endurnýjun á styrktarsamningi 2018-2020

Málsnúmer 201712084Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að nýjum styrktarsamningi við Björgunarsveitina Dalvík ásamt fylgigögnum

Undir þessum lið vék af fundi Haukur Arnar Gunnarsson kl. 18:47.
Umhverfisráð leggur til að framlagður samningur verði samþykktur.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Haukur Arnar koma aftur inn á fundinn kl. 18:54.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
 • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
 • Marinó Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs