Byggðaráð

764. fundur 14. janúar 2016 kl. 13:00 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Húsabakka ehf. á grundvelli draga að samkomulagi um lok leigusamningsins og á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs. Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins."Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. þann 12. janúar s.l. en þann fund sátu einnig sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, en framkvæmdastjóri og stjórn Húsabakka ehf. hafa fengið til sín drög að samkomulagi um lok á leigusamningi sem og yfirferð sviðsstjóranna á þeim viðhaldsframkvæmdum sem gerðar hafa verið á leigutímanum, byggt á gögnum frá Húsabakka ehf. annars vegar og hins vegar úr bókhaldi Dalvíkurbyggðar, málakerfi sveitarfélagsins og upplýsingum frá starfsmönnum.Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. eftir símafundinn sem og að gert er ráð fyrir fundi í næstu viku með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. til að ræða ofangreint með því markmiði að ná samkomulagi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs og Guðmundur St. Jónsson sitji ofangreindan fund ásamt sveitarstjóra.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201601049Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201601051Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016; Skólastarf í Árskógi; beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016.

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:06 og varaformaður tók við fundarstjórn.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kom inn á fundinn undir þessum lið, kl. 14:07."Á 200. fundi fræðsluráðs þann 11. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.

Gunnþór kom inn á fundinn 8:25 Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24. "Til umræðu staða mála hvað varðar skólastarf í Árskógarskóla.Gunnþór vék af fundi kl. 14:27.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka og felur skólastjóra Árskógarskóla að finna svigrúm innan ramma skólans, vísað á deild 04240.

5.Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Gunnþór kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:29 og tók við fundarstjórn.Á 758. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní var til umfjöllunar ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar, sbr. 723. fundur og sbr. 736. fundur. Til umræðu ofangreint."a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leita eftir því við viðskiptabanka sveitarfélagsins, sem er nú Landsbankinn á Dalvík, hvaða ávöxtun sveitarfélaginu stendur nú til boða.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að leggja fyrir byggðaráð tillögu að verkferli sem tekur meðal annars á umboði sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar ávöxtun á innistæðum sveitarfélagsins. Horfa þarf til 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna og laga nr. 55 frá 31. maí 2011, um breytingu á lögum nr. 98/1999, um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum.

6.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; heimsókn í Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Kl. 14:40.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Byggðaráð fór, ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í heimsókn í Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafn Svarfdæla.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs