Byggðaráð

765. fundur 21. janúar 2016 kl. 13:00 - 16:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjórum veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs; Stöðumat janúar - september 2015- viðbótarupplýsingar.

Málsnúmer 201510057Vakta málsnúmer

Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun.

Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum. Lagt fram til kynningar."Á fundinum voru til upplýsingar eftirfarandi gögn:

Frá umsjónarmanni fasteigna; sundurliðun á viðhaldi í Sundskála Svarfdæla og Byggðasafninu Hvoli árið 2015.

Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; sundurliðun á viðhaldi vatnsveitu, fráveitu og Hitaveitu Dalvíkur árið 2015. Upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga fyrir málaflokka 44, 48 og 74 koma síðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

2.Frá umhverfis- og tæknisviði; Endurbætur á rými nr. 3 á 2. hæð.

Málsnúmer 201601087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 19. janúar 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna endurbóta á rými nr. 3 á annarri hæð Ráðhúss Dalvíkur. Um er að ræða rými sem Sýslumaður á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að taka á leigu. Þær endurbætur sem þarf að gera eru áætlaðar að kosti kr. 1.500.00 og óskað er eftir að mæta þeim kostnaði með flutningi fjármagns annars vegar af 31350-4610 (Ráðhús sameign) og kr. 750.000 og hins vegar 31800-4610 (Sameiginlegur kostnaður eignasjóðs) kr. 750.000 á 31300-4610 (Ráðhús 2. hæð).Til upplýsingar fylgdu einnig drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.Byggðaráð fór í vettvangsskoðun í húsnæðið á gangi á 2. hæð.Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn kl. 14:10 undir þessum lið. Til umræðu ofangreint.Börkur Þór vék af fundi kl. 14:23.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka allt að kr. 700.000 á deild 31300 og á móti er skorið niður viðhald af deildum 31350 og 31800, lykill 4610.

3.Málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar; tillögur vinnuhóps.

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Á 733. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 268. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2015 var samþykkt tillaga byggðaráðs um vinnuhóp sem á að fjalla um málefni er tengjast sölu og leigu á íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi fyrir ofangreindan vinnuhóp. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili af sér í haust í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir. "Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á fundi stjórnsýslunefndar þann 13. maí 2015 kom fram sú tillaga, í tengslum við umræður um starfs- og fjárhagáætlun 2016-2019, að setja á laggirnar vinnuhóp sem hefði það verkefni með höndum að fara yfir húsnæði í eigu Dalvíkurbyggðar( annað en Félagslegar íbúðir), bæði sem Dalvíkurbyggð nýtir sjálft og/eða 3ji aðili í heild og/eða að hluta.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhóp sem er með það verkefni að fara yfir Félagslegar íbúðir að taka aðrar fasteignir sveitarfélagsins jafnframt til umfjöllunar í þeirri vinnu."Vinnuhópinn skipa: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.1) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tillögur hvað varðar íbúðir, málaflokkur 57:a)
Að fara yfir verðmat fasteignasala á íbúðum og setja upp tillögu um sölu á íbúðum í samræmi við fyrri hugmyndir byggðaráðs um áfangaskiptingu.

Tillaga:

Lagt er til að 13 af þeim 28 íbúðum sem sveitarfélagið á í dag verði seldar. Stuðst verði við verðmat fasteignasala þegar ásett verð er ákveðið. Metin þörf fyrir íbúðir vegna ráðstöfunar á félagslegum forsendum var í október 2015 6 -8 en eru nú 9. Ákveðið verður í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs hvaða íbúðir fara ekki á söluskrá til að uppfylla skyldur sveitarfélagsins hvað varðar húsnæði á félagslegum forsendum. Lagt er til að settar verði á söluskrá alls 18 eignir. Þannig verði markaðurinn og eftirspurn látin ráða hvaða íbúðir sveitarfélagið mun eiga áfram fyrir utan þær eignir sem eru merktar fráteknar vegna félagslegra úræða og/eða ef um er að ræða leigjanda eða starfsmann sveitarfélagsins sem leigt hefur skemur en í eitt ár. Reglur sveitarfélagsins gilda áfram hvað varðar forkaupsrétt ef selt, þ.e. 2ja ára reglan. Leigjendum verði sent bréf þar sem þeir eru upplýstir um að eignin fari á söluskrá og þeim boðinn forkaupsréttur eftir því sem við á.

B)
Að fara yfir tillögu atvinnumála- og kynningarráðs um að skoðað verði hagkvæmni þess að selja íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar inn í sjálfseignastofnun eða leigufélag.

Tillaga:

Vinnuhópurinn leggur til að fylgst verði áfram með hvað kemur út úr þeim frumvörpum sem liggja fyrir Alþingi um húsnæðismál.C)
Að fara yfir leiguverð á íbúðum í eigu sveitarfélagsins í tengslum við leiguverð almennt á markaðinum.

Tillaga:

Gjaldskrá fyrir íbúðirnar verði endurskoðuð með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um leiguverð í sveitafélaginu og nágranna sveitafélögum. Ekki verði gerður greinarmunur á staðsetningu eigna við ákvörðun á leiguverði, en eftirspurn eftir húsnæði getur haft áhrif.Gerðar verði nýjar eða endurskoðaðar reglur um útleigu íbúðana sem eiga við almennan leigumarkað. Þar verði tryggt að enginn geti haft íbúð í leigu á vegum sveitafélagsins í lengri tíma en eitt ár. Þessar íbúðir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fólk sem er að koma sér fyrir í sveitafélaginu eða vegna millibilsástands. Markmiðið er þó að hafa alltaf leigjendur í öllum íbúðunum og þær standi ekki auðar.

D)
Að leita leiða hvort og hvernig rekstur á málaflokki 57 getur orðið án taps og sjálfbær.

Tillaga:

Að kappkostað verði að leiguverð standi undir rekstri og fjármögnun íbúða.

Að gengið sé eftir að leigjendur skili íbúðum eins og þeir tóku við þeim.

Að gengið sé eftir að tryggingarfé sé til staðar og það nýtt ef ástæða er.E)
Að afla upplýsinga um þörf fyrir fjölda þeirra íbúða sem sveitarfélagið þarf að hafa til ráðstöfunar vegna félagslegra úrræða.

Tillaga:

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra félagamálasviðs var þörf fyrir íbúðir á félagslegum forsendum 6 - 8 í október 2015 en eru nú 9.

Félagsmálasvið gefi upp á hverjum tíma hversu margar íbúðir sviðið áætli að þurfi vegna félagslegra úrræða og þær verði svo greiddar niður samkvæmt ákveðnum reglum.


F)
Að afla upplýsinga um viðhaldsáætlun, viðhaldsþörf og ástand eigna.

Tillaga:

Viðhaldsáætlun liggur ekki fyrir svo vel sé. Koma þarf þeim málum í lag hið fyrsta og til framtíðar, eins og áður hefur verið rætt. Í framhaldinu verði skoðað möguleiki á að setja allar eignir sveitarfélagsins undir einn hatt; þ.e. Fasteignir Dalvíkurbyggðar.2) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tillögur hvað varðar Eignasjóðs, málaflokkur 31;

a)
Kátakot

Selja. Starfsemi skólans verður flutt í Krílakot eftir sumarleyfi 2016. Taka þarf ákvörðun um á hvaða tímapunkti á að setja eignina á söluskrá. Hægt er að afhenda eignina eftir að viðbyggingin við Krílakot verður tekin í notkun í ágúst 2016.

b)
Færanleg kennslustofa á skólalóð Kátakots.

Selja. Starfsemi skólans verður flutt í Krílakot eftir sumarleyfi 2016. Taka þarf ákvörðun um á hvaða tímapunkti á að setja eignina á söluskrá. Hægt er að afhenda eignina eftir að viðbyggingin við Krílakot verður tekin í notkun í ágúst 2016

c)
Árskógur; skóli, félagsheimili og íþróttahús. Málsnr. 201512115.

Athuga þarf hvaða áhrif fækkun nemenda hefur mögulega á starfsemi skólans. Búið er að skipa 4ja manna vinnuhóp um eflingu og framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi sem hefur það hlutverk að:

*
Skoða alla möguleika til að efla Árskógarskóla, en þar er fyrirsjáanleg fækkun nemenda, og aðra starfsemi í Árskógi.

*
Setja fram tillögu að framtíð Árskógarskóla og starfsemi í Árskógi.d)
Húsabakki. Málsnr. 201408038.

Selja. Í gangi er vinna hvað varðar lok á leigusamningi við Húsabakka ehf.

e)
Tónlistarskóli og Víkurröst. Málsnr. 201511067.

Búið er að setja á laggirnar 3ja manna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að:

*
Að móta tillögur fyrir byggðaráð varðandi nýtingu á húsnæði Gamlaskóla og Víkurrastar.

*
Að skoða alla möguleika með nýtingu húsnæðisins og velta við sem flestum steinum sem geta orðið til hagsbóta fyrir jafnt sveitarfélagið sem og þjónustuþega.

*
Að skoða m.a. hugmyndir um frístundahús.

*
Að skoða m.a. hugmyndir um flutning Tónlistarskóla.

*
Að skoða m.a. hugmyndir um útibú frá Iðjunni á Siglufirði.f)
Sigtún, Grundargata 1. Málsnr. 201510140.

Selja. Búið er að gera samkomulag við Gísla, Eirík og Helga ehf. hvað varðar lok á leigusamningi og eignin er komin á söluskrá.

g)
Ungó. Málsnr. 201506051.

Fara þarf að nýju yfir tillögur 5 manna vinnuhóps um framtíð og nýtingu Ungó að teknu tilliti til liðar f) hér að ofan.

h)
Böggvisstaðaskáli.

Selja. Ákveða þarf hvenær á að setja á söluskrá og hvort/hvaða ráðstafanir þarf að gera hvað varðar eigu Dalvíkurbyggðar sem eru geymdar þar.

i)
Annað:

Viðhaldsáætlun liggur ekki fyrir svo vel sé. Koma þarf þeim málum í lag hið fyrsta og til framtíðar, eins og áður hefur verið rætt. Í framhaldinu verði skoðað möguleiki á að setja allar eignir sveitarfélagsins undir einn hatt; þ.e. Fasteignir Dalvíkurbyggðar.Ýmsar aðrar tillögur, hugmyndir og vangaveltur hafa komið fram hvað varðar til dæmis aðrar eignir Eignasjóðs og verða þær áfram til skoðunar.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs, að koma með tillögu fyrir næsta fund byggðaráðs hvaða íbúðir fara á söluskrá.

4.Málefni Húsabakka.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessu máli vegna vanhæfis kl. 14:43.

Varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.Á 764. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað: "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við stjórn Húsabakka ehf. á grundvelli draga að samkomulagi um lok leigusamningsins og á grundvelli greinargerðar sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs. Stefnt skuli að því að málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins." Sveitarstjóri gerði grein fyrir símafundi með framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. þann 12. janúar s.l. en þann fund sátu einnig sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs, en framkvæmdastjóri og stjórn Húsabakka ehf. hafa fengið til sín drög að samkomulagi um lok á leigusamningi sem og yfirferð sviðsstjóranna á þeim viðhaldsframkvæmdum sem gerðar hafa verið á leigutímanum, byggt á gögnum frá Húsabakka ehf. annars vegar og hins vegar úr bókhaldi Dalvíkurbyggðar, málakerfi sveitarfélagsins og upplýsingum frá starfsmönnum. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. eftir símafundinn sem og að gert er ráð fyrir fundi í næstu viku með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. til að ræða ofangreint með því markmiði að ná samkomulagi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar veitu- og hafnasviðs og umhverfis- og tæknisviðs og Guðmundur St. Jónsson sitji ofangreindan fund ásamt sveitarstjóra. "Sveitarstjóri og Guðmundur St. Jónsson gerðu grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Húsabakka ehf. 20. janúar s.l. um ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að tilboði til Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum og í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

5.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; a) Krílakot og b) Kátakot, kl. 14:50.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessu máli kl. 15:05.Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í leikskólann Krílakot og leikskólann Kátakot. Einnig var nýr sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs með í för.Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs