Byggðaráð

767. fundur 04. febrúar 2016 kl. 13:00 - 15:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016: Endurnýjun líkamsræktartækja

Málsnúmer 201601149Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00.



Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað:



"Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017."



Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:17.
Afgreiðslu frestað.

2.frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.

Málsnúmer 201602001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 29. janúar 2016 þar sem óskað er umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.



Óskað er umsagnar eigi síðar en 11. febrúar n.k.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá forsætisráðuneytinu; Upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.

Málsnúmer 201601138Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 26. janúar 2016 frá forsætisráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2015 fyrir nýtingu á landi og landsréttingum innan þjóðlenda. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinga innan þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Óskað er svara eigi síðar en 26. febrúar n.k.



Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs til afgreiðslu.

4.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:33 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.



Á 766. fundi byggðaráðs þann 28. janúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu til Húsabakka ehf., Samkomulag um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal. Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar."



Sveitarstjóri kynnti drög að samkomulagi um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf., um húsnæði að Húsabakka.
a. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreint samkomulag eins og það liggur fyrir.

b. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning á sölu húseignanna Húsabakka.

5.Sala á Grundargötu 1, Sigtún.

Málsnúmer 201510140Vakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 13:51 undir þessum lið og tók við fundarstjórn.



Á 763. fundi byggðaráðs þann 7. janúar 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samkomulagi um riftun leigusamnings á milli Dalvíkurbyggðar og Gísla, Eiríks og Helga ehf. um húsnæðið við Grundargötu 1, eins og það liggur fyrir.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir en án allra kvaða, ásamt því að fela fasteignasölunni Hvammi að auglýsa eignina til sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboðsfrestur verði til og með 31. janúar 2016. "



Fyrir liggur að eitt kauptilboð barst í Grundargötu 1,frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., að upphæð kr. 12.200.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð að upphæð kr. 12.200.000 og samþykkir sölu á eigninni við Grundargötu 1, Sigtún.

6.Frá Eyþingi; fundargerð stjórnar frá 13.01.2016

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 13.01.2016.
Lagt fram til kynningar.

7.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

a) Heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur.



Byggðaráð fór í heimsókn á Skrifstofur Dalvíkurbyggðar þar sem ráðið kynnti sér starfsemina og húsakynnin.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs