Byggðaráð

770. fundur 10. mars 2016 kl. 13:00 - 15:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætti í hans stað.

1.Frá 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016; Gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla.

Málsnúmer 201602104Vakta málsnúmer

Á 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til afgreiðslu gjaldskrá vegna markaðar á Fiskidaginn mikla 2016.

Ráðið leggur til við byggðarráð að framlögð uppfærsla á gjaldskrá Fiskidagsins mikla verði samþykkt. "

Lagt er til að gjaldið sem hefur verið óbreytt frá árinu 2013, kr. 5.000, hækki um kr. 500 og verði kr. 5.500.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2016.

2.Frá 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016; Heimreiðamokstur.

Málsnúmer 201603024Vakta málsnúmer

Á 274. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu tillaga Karls Inga Atlasonar vegna viðmiðunarreglna um heimreiðamokstur í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að framlagðar breytingar Karls Inga á viðmiðunarreglum snjómoksturs verði breytt á þá leið að þátttaka sveitarfélagsins í heimreiðamokstri verði eftirfarandi: Þátttaka sveitarfélagsins er ein klukkustund. Helmingamokstur er fyrstu tvo klukkutímana en eftir það er kostnaður greiddur af eiganda. Þetta þýddi það að ef það tæki hálftíma að moka heimreið þá greiddi sveitarfélagið 15 mín og eigandi 15 mín."Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðarmat á heimareiðamokstri, dagsett þann 9. mars 2016, frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra. Miðað við gefnar forsendur þá er áætlaður kostnaðarauki um 1,1 m.kr. á ársgrundvelli.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í umhverfisráði í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020. Byggðaráð óskar eftir að umhverfisráð fari nánar yfir kostnaðarútreikninga og rökstyðji tillöguna.

3.Málefni Húsabakka; söluferli

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjórn að hefja undirbúning á sölu húseignanna að Húsabakka og sú afgreiðsla var staðfest í sveitarstjórn 17. febrúar s.l.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 8. mars 2016, er varðar söluferli á húseignunum Húsabakka. Sveitarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við fasteignasöluna Hvamm á Akureyri og Fasteignamiðstöðina í Kópavogi, um að hafa með höndum sölu á skólabyggingunum á Húsabakka.Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað, byggðaráð óskar eftir útfærðri tillögu á næsta fundi ráðsins.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201507012Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201603055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðamálabók.

6.Frá Laufeyju Eiríksdóttur; Beiðni um framlengingu á leigusamningi.

Málsnúmer 201603050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Laufeyju Eiríkisdóttur, rafbréf dagsett þann 8. mars 2016, þar fram kemur að þau íbúar í Árskógi lóð 1, Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson, munu ekki nýta sér forkaupsrétt samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar þar um.Óska þau eftir að hafa húsið til leigu allt að næstu áramótu, þ.e. 2016-2017 eða þar til þau hafa náð að gera ráðstafanir til að finna annað húsnæði.Á fundi byggðaráðs þann 8. maí 2014 var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi á þeim forsendum að sambærilegum erindum hefur verið nýlega hafnað.

7.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2016

Málsnúmer 201602124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, bréf dagsett þann 22. febrúar 2016, þar sem auglýst er eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og umsóknarfresturinn rennur út í lok apríl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í framkvæmdastjórn og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögu um eitt verkefni sem ætti að sækja um.

8.Frá Alþingi; Til umsagnar tillagu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.

Málsnúmer 201603029Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 2. mars 2016, þar sem fram kemur að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. má. Óskað er umsagnar eigi síðar en 10. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun XXX. landsþings sambandsins 8. apríl

Málsnúmer 201603016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, bréf dagsett þann 1. mars 2016, þar sem fram kemur að boðað er til XXIX. landsþings sambandsins föstudaginn 8. apríl n.k.Aðalfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdís Guðbrandsdóttir.

Varafulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:

Heiða Hilmarsdóttir og Kristján Guðmundsson.Seturétt á landsþingi eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum.

Að auki eiga seturétt með málfrelsi og tillögurétti stjórnarmenn sambandsins sem eigi eru kjörnir fulltrúar síns sveitarfélags, framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. bæjar- og sveitarstjórar, og formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, fundargerð stjórnar nr. 835.

Málsnúmer 201603022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 835.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Eyþingi; 277. fundargerð stjórnar Eyþings, fundargerð frá 5. fundi fulltrúaráðs Eyþings, og fundargerð frá sameiginlegum fundi stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum NA.

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir 277. fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. febrúar 2016, fundargerð sameiginlegs fundar stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis þann 9. febrúar 2016, og fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 28. janúar 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:27.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs