Byggðaráð

766. fundur 28. janúar 2016 kl. 08:15 - 11:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar; tillögur vinnuhóps.

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum tillögu vinnuhóps um sölu á 13 íbúðum í eigu sveitarfélagsins af 28 íbúðum og settar yrði á söluskrá 18 eignir. Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samráði við sviðsstjóra félagsmálasviðs, að koma með tillögur fyrir næsta fund byggðaráðs hvaða íbúðir fara á söluskrá.



Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs funduðu ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs 26. janúar s.l.

Tillögur og afgreiðsla um hvaða eignir fara á söluskrá eru bókaðar í trúnaðarmálabók.
Niðurstaða bókuð í trúnaðarmálabók.

2.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.



Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögu til Húsabakka ehf., Samkomulag um lok leigusamnings milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um húsnæði að Húsabakka, Svarfaðardal.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra;Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga

Málsnúmer 201601120Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 09:52 og tók við fundarstjórn að nýju.



Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 21. janúar 2016, þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn Grzegorz Tomasz Maniakowski, kt. 091162-2029, Bárugötu 3, 620 Dalvík, sem sækir um sem forsvarsmaður fyrir Gregdalvík ehf. kt. 691111-0910, endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga á Gregors PUB, Goðabraut 3, 620 Dalvík. Um er að ræða flokk II.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

4.Frá allsherjar- og mennamálanefnd Alþingis; Fundarboð - fimmtudaginn 28. janúar kl. 9:40

Málsnúmer 201601124Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 09:57 til annarra starfa.



Tekinn fyrir rafpóstur frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dagsettur þann 21. janúar 2016, þar sem fram kemur að formaður nefndarinnar óskar eftir að Dalvíkurbyggð komi á fund nefndarinnar fimmudaginn 28. janúar kl. 9:40.



Fundarefnið er:

Mál. 16, Styrking leikskóla og fæðingarorlofs http://www.althingi.is/altext/145/s/0016.html



Sveitarstjóri upplýsti að Dalvíkurbyggð tekur þátt í fundinum í gegnum símafund. Fulltrúar Dalvíkurbyggðar eru sveitarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.



Lagt fram til kynningar.

5.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Stöðumat janúar - september 2015, viðbótarupplýsingar.

Málsnúmer 201510057Vakta málsnúmer

Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015, staða bókhalds janúar - september í samanburði við fjárhagsáætlun. Byggðaráð felur sviðsstjóra að óska nánari skýringa á nokkrum atriðum. Lagt fram til kynningar." Á fundinum voru til upplýsingar eftirfarandi gögn: Frá umsjónarmanni fasteigna; sundurliðun á viðhaldi í Sundskála Svarfdæla og Byggðasafninu Hvoli árið 2015. Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; sundurliðun á viðhaldi vatnsveitu, fráveitu og Hitaveitu Dalvíkur árið 2015. Upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga fyrir málaflokka 44, 48 og 74 koma síðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um sundurliðun viðhalds og framkvæmda fyrir vatnsveitu, fráveitu,hitaveitu og hafnasjóð fyrir árið 2015.





Sveitarstjóri kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:29.

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:30.
Lagt fram.

6.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði.Leiðrétting launa skv. nýjum kjarasamningum 2015

Málsnúmer 201601135Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá fjármála- og stjórnsýlusviði hvað varðar leiðréttingu launa vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða leiðréttingu að upphæð kr. 22.462.605 vegna starfsmanna sem eru í Kili, Einingu-Iðju, Félagi leikskólakennara og Félagi leikskólastjórnenda.



Áður var búið að leiðrétta laun árið 2015 vegna nýrra kjarasamninga sem hér segir:

Starfsmat, starfsmenn í Kili og Einingu-Iðju, kr. 10.510.000. (Viðauki)

Félags tónlistarkennara og Félag skólastjóra í grunnskóla, kr. 8.690.000. (Viðauki).



Alls kr. 41.662.605.



Ósamið er við eftirtalin félög:

BHM félög

Landssamband sjúkra- og slökkviliðsmanna

Tæknifræðingafélag Íslands.

Félag tónlistarkennara.

Félag grunnskólakennara er með lausa samninga 1.6.2016.



Lagt fram til kynningar

7.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Stöðumat janúar - desember 2015.

Málsnúmer 201601136Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar bókfærð staða málaflokka og deilda þann 26. janúar 2016 í samburði við fjárhagsáætlun, janúar - desember 2015.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:17.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs