Byggðaráð

771. fundur 17. mars 2016 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru.

Málsnúmer 201310135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað:

"4.
201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru.


Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14.Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu.Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852.Til umræðu ofangreint.Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Málefni Húsabakka, söluferli.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 770. fundi byggðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"3.
201408038 - Málefni Húsabakka; söluferli


Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 samþykkti byggðaráð að fela sveitarstjórn að hefja undirbúning á sölu húseignanna að Húsabakka og sú afgreiðsla var staðfest í sveitarstjórn 17. febrúar s.l.Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 8. mars 2016, er varðar söluferli á húseignunum Húsabakka. Sveitarstjóri leggur til að gengið verði til samninga við fasteignasöluna Hvamm á Akureyri og Fasteignamiðstöðina í Kópavogi, um að hafa með höndum sölu á skólabyggingunum á Húsabakka.Til umræðu ofangreint.


Afgreiðslu frestað, byggðaráð óskar eftir útfærðri tillögu á næsta fundi ráðsins."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum sem hann hefur aflað á milli funda.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhóp um fasteignir sveitarfélagsins að eiga fund með viðkomandi fasteignasölum til að ræða og ákveða söluferlið á Húsabakka.

3.Frá 202. fundi fræðsluráðs þann 9. mars 2016;
Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Á 202. fundi fræðsluráðs þann 9. mars 2016 var eftirfarandi bókað:"1.
201603019 - Ráðning sérkennslustjóra á Krílakot


Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k.


Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila leikskólastjóra Krílakots og Kátakots að leysa málin fram að áramótum innan fjárhagsramma leikskólanna og/eða innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála, í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Byggðaráð beinir því til leikskólastjóra og fræðsluráðs að taka erindið til umfjöllunar að nýju við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

4.Frá 103. fundi landbúnaðarráðs þann 10. mars 2016; Refa og minkaeyðing 2016

Málsnúmer 201602061Vakta málsnúmer

Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar.

201602061 - Refa og minkaeyðing 2016

Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu.

Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður.

Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt.

Vetrarveitt dýr kr. 9.000

Grenjadýr kr. 14.000

Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500

Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar.Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30

Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55."Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er varðar reglur um gildandi greiðslur og rök fyrir tillögu að breytingum:

Gildandi reglur vegna greiðslu fyrir refaskott voru eftirfarandi.Grenjadýr kr. 9.000

Vetraveitt dýr kr 9.000, en fyrir þá sem ekki voru ráðnir skyttur kr 7.000.

Kílómetragjald var svo greitt ásamt tímagjaldi við grenjavinnslu.

Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við þær reglur sem gilda í sveitarfélögunum í kringum okkur og gera það að verkum að betra er að halda utan um útlagðan kostnað.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum.

5.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201506130Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 16. mars 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna framkvæmda við viðbyggingu Krílakots sem hér segir:

Þann 8. desember 2015 var óskað eftir breytingum og viðauka vegna viðbyggingar við Krílakot á þá leið að árið 2015 kæmu kr. 44.200.000 til lækkunar á lið 32200-11601. Þá var gert ráð fyrir að staða verksins í árslok yrði sú en rauntala varð kr. 45.293.263.

Þann 8. október 2015 hafði áætlun 2015 verið lækkuð úr kr. 88.200.000 í kr. 80.283.370 og er því sótt um kr. 34.990.107 til hækkunar á lið 32200-11061 á milli ára 2015 og 2016.Einnig er óskað eftir kr. 1.910.000 til viðbótar vegna hækkunar á verði innréttinga og innihurða.Alls kr. 36.900.107 beiðni um viðauka 2016. Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 101.366.000. Samtals framkvæmdarkostnaður árið 2016 yrði þá kr. 138.266.107.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 36.900.107,vísað á lið 32200-11061. Hækkunin kemur á móti lækkun á handfæru fé.

6.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Endurnýjun á umsókn vegna sjóvarnar við Brimnes.

Málsnúmer 201501030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 15. mars 2016, þar sem fram kemur að á fjárhagsáætlun 2015 var gert ráð fyrir kr. 2.575.000 vegna 1/8 hlutar Dalvíkurbyggðar í tveimur verkefnum. Gert var ráð fyrir því fram á síðasta dag að farið yrði í þessi verkefni á árinu 2015 en svo varð ekki. Sótt er um viðauka að upphæð kr. 2.359.939 við fjárhagsáætlun 2016 á 32200-11560.Samkvæmt rafpósti frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsettur þann 15. mars 2016, þá liggur fyrir að það verði farið í þessar sjóvarnir á þessu ári þar sem búið er að bjóða verkin út og semja við verktaka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að uppæð kr. 2.359.939, vísað á lið 32200-11560 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð beinir því til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kanna hvort svigrúm sé innan ramma sviðsins.

7.Frá Jöfnunarsjóði; Framlög úr Jöfnunarsjóði 2015

Málsnúmer 201506077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 8. mars 2016, þar sem veittar eru ítarlegar upplýsingar um úthlutanir og greiðslur einstakra framlaga úr sjóðnum á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Málsnúmer 201603060Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 8. mars 2016 frá nefndasviði Alþingis, þar sem fram kemur að velferðarnefnd Alþings óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfæslu ( borgaralaun), 354. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 1. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201603055Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201507012Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs sveitarstjórnarmennirnir Valdís Guðbrandsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 15:00.Bókað í trúnaðarmálabók.Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.