Byggðaráð

734. fundur 06. maí 2015 kl. 08:15 - 12:28 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á ársreikningi 2014.

Málsnúmer 201504144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. apríl 2015, þar sem sveitarfélög eru minnt á að samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags eigi síðar en 15. maí ár hvert. Jafnframt segir í 2. mgr. 76. gr. laganna að ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, skuli senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ekki síðar en 20. maí.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Landskerfi bókasafna hf.; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2015.

Málsnúmer 201504141Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þriðjudaginn 12. maí n.k. kl. 14:00 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

3.19. júní 2015 - frí

Málsnúmer 201504125Vakta málsnúmer

Á 733. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"7. 201504125 - 19. júní 2015 - frí ?

Samkvæmt frétt af vef Morgunblaðsins þá hvetur ríkisstjórnin vinnuveitendur, jafnt á almennum markaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum, til þess að veita starfsmönnum sínum frí 19. júní n.k. eins og kostur er svo þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.



Byggðaráð samþykkir að fresta ákvörðun um ofangreint og afla upplýsinga um hvað önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu hyggjast gera."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að loka öllum starfsstöðvum sínum frá og með kl. 12:00 á kvenfrelsisdaginn 19. júní næstkomandi og veita starfsfólki frí.

Með ákvörðuninni sýnir sveitarstjórn 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna virðingu og hvetur starfsmenn til að taka þátt í skipulögðum hátíðahöldum þann dag sem áformuð eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.



4.Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjörnssyni; Styrkur vegna Ólympíuleikanna í stærðfræði.

Málsnúmer 201504060Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 08:43 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.



Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2014 var eftirfarandi bókað:

4". 201504060 - Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni; Styrkur vegna Ólympíuleikanna í stærðfræði.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:28 vegna vanhæfis og varamaður varaformanns tók við fundarstjórn



Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, rafpóstur dagsettur þann 13. apríl 2015, þar sem Jóhann Ólafur sækir um styrk / laun frá Dalvíkurbyggð vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í stærðfræði. Fram kemur að venja sé að keppendur fái eða sæki a.m.k. um að fá laun frá sínu sveitarfélaginu. Með undirbúningi og keppni sem fer fram í Chiang Mai á Thaílandi er um að ræða ca. 6 vikna tímabil.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um erindið í samræmi við umræður á fundinum og óskar jafnframt eftir að fá gögn með erindinu í samræmi við almennar reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar.



Byggðaráð ítrekar við íþrótta- og æskulýðsráð að á 703. fundi byggðarráðs þann 31. júlí 2014 var íþrótta- og æskulýðsráði falið að ræða og ef til vill að móta reglur um skapandi sumarstörf fyrir ungt fólk sem rúmast innan vinnuskólans."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Jóhanni Ólafi, dagsettur þann 4. maí 2015, þar sem fram kemur að Jóhann Ólafur sækir um kr. 300.000 styrk frá Dalvíkurbyggð vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í stærðfræði sem samsvarar 100% dagvinnu með kr. 1.250 í tímakaup í 6 vikur. Einnig koma fram nánari upplýsingar um undirbúning og keppnina sjálfa.



Til umræðu ofangreint.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum styrk að upphæð kr. 275.000.

b)Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 275.000 við deild 06-80 og á móti yrði gengið á handbært fé.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201503186Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 08:55.

6.Húsabakki

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. og Hjörleifur Hjartarson, stjórnarmaður, kl. 9:05.



Á 729. fundi byggðaráðs þann 27. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"201408038 - Frá Húsabakka ehf; Fjárhagsáætlun 2015; ábendingar um viðhald.



Á 720. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2014 var eftirfarandi samþykkt:

"Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni stjórnar Húsabakka ehf. um að draga til baka fyrri ákvörðun um uppsögn á leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. Ný ákvörðun um framhald leigusamnings verði tekin eftir viðræður við stjórn Húsabakka ehf., í síðasta lagi 1. júní 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita eftir viðræðum við forsvarsmenn Húsabakka ehf. og að sveitarstjóri leiði þær viðræður fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um vilja til að framlengja samning um Rima til 1. júní 2015 og verði hann tekinn til endurskoðunar í viðræðum um samninginn við Húsabakka.

Byggðarráð ítrekar afstöðu sína um vilja til að selja húsnæði Húsabakka."



Til umræðu ofangreint.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Húsabakka ehf. á fund byggðarráðs."



Til umræðu ofangreint.

Stefnt að funda næst um ofangreint fimmtudaginn 28.maí 2015.

Auðunn Bjarni og Hjörleifur viku af fundi kl. 09:40.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ganga frá málum hvað varðar leigusamning um Rima.

7.Trúnaðarmál

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi kl. 10:06 til annarra starfa og varaformaður tók við fundarstjórn.

9.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Útboð á sorphirðu 2015

Málsnúmer 201501055Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tækniviðs, á fundinn kl. 10:50.



Á 262. fundi umhverfisráðs þann 10. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"20. Útboð á sorphirðu 2015 - 201501055

Til umræðu útboð á sorphirðu 2015

Umhverfisráð hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn og mun rýna drög að útboðsgögnum í samráði við sviðsstjóra."



Til umræðu ofangreind útboðsgögn.



Börkur Þór vék af fundi kl.11:38.



Lagt fram til kynningar.

10.Þjónustustefna Dalvíkurbyggðar; tillaga vinnuhóps

Málsnúmer 201503061Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar, sem unnin hefur verið í tengslum við verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum drög að Þjónustustefnu Dalvíkurbyggðar eins og þau liggja fyrir og vísar stefnunni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

11.Listi yfir helstu birgja 2014.

Málsnúmer 201505007Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að lista yfir helstu birgja Dalvíkurbyggðar árið 2014. Um er að ræða vinnugögn.



Sambærilegur listi var unnin í fyrra vegna ársins 2013 og birtur með ársreikningi Dalvíkurbyggðar á heimasíðu sveitarfélagsins.



Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 12:10 til annarra starfa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreint yfirlit verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar og í tengslum við framlagningu á ársreikningi 2014, eftir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:28.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs