Fræðsluráð

184. fundur 10. september 2014 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri fóru yfir drög að teikningum vegna viðbyggingar við Krílakot en húsnæðið er hannað fyrir um 110 börn. Farið var yfir vinnuferlið og forsendur en Fanney Hauksdóttir er arkitekt verksins.

Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með teikningarnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdum ljúki á þeim tíma sem áætlað er.

2.Skóladagatöl 2014-2015

Málsnúmer 201403159Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar lagði fram lítillega breytt skóladagatal fyrir veturinn 2014-2015. Breytingarnar eru þær að uppskerutónleikar verða í vikunni 16.-18. febrúar 2015, Nótan í Hofi verður 28. febrúar 2015 og lokahátíð Nótunnar verður í Eldborgarsal Hörpu 15. mars 2015.

Fræðsluráð samþykkir breytingarnar.

3.Afmæli tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405133Vakta málsnúmer

Með fundaboði fylgdi bréf, dagsett 18. ágúst 2014 frá Magnúsi G. Ólafssyni skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Í bréfinu er óskað eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 380.000 kr. vegna 50 ára afmælis skólans en hátíð af því tilefni verður haldin 8. nóvember 2014.

Fræðsluráð leggur til við byggðaráð að aukafjárveiting vegna afmælis að upphæð 380.000 kr. verði samþykkt.

4.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, erindi frá afmælisnefnd

Málsnúmer 201408020Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi dagsett 12. ágúst 2014 frá afmælisnefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní 2015. Í erindinu eru sveitarfélög hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

Fræðsluráð óskar eftir því við upplýsingafulltrúa að hann skili til nefndarinnar upplýsingunum um hvað gert verður hjá stofnunum sveitarfélagins. Ráðið beinir því til stjórnenda að senda upplýsingafulltrúa upplýsingar um hvað stofnun þeirra ætlar að gera að þessu tilefni.

5.Stöðumat starfs- og fjárhagsáætlunar janúar - júní 2014.

Málsnúmer 201407037Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og stjórnendur kynntu helstu niðurstöður stöðumats vegna starfs- og fjárhagsáætlunar janúar til júní 2014.

Helstu frávik eru í launaliðnum þar sem nýjir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Annað sem var nefnt er aukinn kostnaður við skólaakstur og kostnaður vegna veikinda.

Til kynningar.

6.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201408049Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tillögur að gjaldskrám frá 1. janúar 2015. Almennt eru gjaldskrár að hækka um 3,3-3,4% og fylgja þannig vísitölu neysluverðs.

a) Leikskólar
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

b) Frístund
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

c) Dalvíkurskóli
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

d) Tónlistarskóli
Ekki eru hækkanir á gjaldskrá tónlistarskólans aðrar en tóku í gildi 1. ágúst 2014 en jafnframt er lögð fram tillaga um að kórstarf verði án endurgjalds.

Fræðsluráð samþykkir tillögur skólastjóra.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201406109Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs var lögð fyrir.

Sviðsstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu að rammaskiptingu í málaflokki 04:

Fræðsluskrifstofa 27.520.000
Fræðsluráð 1.437.000
Stuðningur 8.756.000
Krílakot
89.882.000
Kátakot
50.877.000
Dagvistun 428.000
Sameiginlegir liðir 750.000
Dalvíkurskóli 333.000.000
Árskógur
87.300.000
Tónlistarskólinn
38.500.000
Frístund
7.012.000
Ferðastyrkur v náms 1.700.000
Umferðaskólinn 100.000
Framhaldsskólar Eyjafjarðar 3.582.000
Námsver
997.000
Samtals
651.841.000

Fræðsluráð samþykkir rammaskiptinguna eins og hún liggur fyrir.

Stjórnendur og sviðsstjóri kynntu helstu þætti starfs- og fjárhagsáætlana sinna deilda.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson yfirgaf fundinn kl. 10.00

Allar stofnanir leggja fram fjárhagsáætlun sem samsvarar útgefnum fjárhagsramma að Dalvíkurskóla undanskildum.

Í Dalvíkurskóla hefur stöðugildum fækkað um 2 í samræmi við færri nemendur, þrátt fyrir það vantar 5.516.000 kr. til að reksturinn rúmist innan útgefins fjárhagsramma. Það sem er óhefðbundið við áætlunina er að gert er ráð fyrir kaupum á um 25 spjaldtölvum og að húsgögn í einni kennslustofu verða endurnýjuð. Hvort tveggja eru þættir sem þarf að kaupa/endurnýja árlega ef nýta á spjaldtölvur í skólastarfi sem og að vinnuaðstaða nemenda og starfsmanna verði í lagi.

Fjárhagsáætlun tónlistarskóla byggir á áframhaldandi samstarfi við Fjallabyggð um rekstur tónlistarskóla en samningurinn rennur út um áramót.

Óvissa er um flesta kjarasamninga og eru þeir flestir lausir 2015. Áætlun byggir því á þeim samningum sem samþykktir voru fyrir 1. ágúst 2014 en ekki hefur verið tekið tillit til samnings við stjórnendur í leikskólum þar sem ekki hefur verið kosið um hann. Einnig eru tónlistarkennarar samningslausir. Helstu breytingar á fjárhagshlutanum eru þó launahækkanir sem heilt yfir eru hærri en undanfarin ár.

Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir, óskar eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 5.516.000 kr. fyrir Dalvíkurskóla og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Fjallabyggð um rekstur tónlistarskóla en að samningurinn verði ótímabundinn með 3ja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Fræðsluráð óskar jafnframt eftir því við sveitarstjóra að hann vinni málið áfram ásamt sviðsstjóra.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi