Fræðsluráð

186. fundur 22. október 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Kátakots og Krílakots fór yfir og kynnti nýjustu tillögu að teikningu af viðbyggingu við Krílakot.

Byggðaráð hefur samþykkt að farið verði í fyrirhugaðar framkvæmdir á árunum 2015 og 2016 og bíður sú ákvörðun afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að sameiginlegri skólastefnu leik-, grunn og tónlistarskóla sveitarfélagins.

Starfshópur um gerð skólastefnu Dalvíkurbyggðar hefur fundað reglulega frá ársbyrjun 2014. Fundað hefur verið með rýnihópum nemenda, foreldra og starfsfólks en að auki var spurt um nokkur atriði tengd skólastefnu í rafrænum könnunum til foreldra og starfsfólks í vor. Skólastjórar hafa kynnt tillöguna sínum foreldra- og skólaráðum og komið athugasemdum frá þeim á framfæri til vinnuhópsins.

Fræðsluráð fagnar vinnunni og inntaki skólastefnunnar. Umræður voru um atriði eins og upplýsingatækni og er afgreiðslu frestað fram að næsta fundi ráðsins.

3.Skólanámskrár 2014-2015

Málsnúmer 201410057Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla lagði fram uppfærða skólanámskrá síns skóla.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Árskógarskóla.

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram uppfærða skólanámskrá síns skóla.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Dalvíkurskóla með lítilsháttar breytingum.

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Kátakots og Krílakots lagði fram nýja, sameiginlega skólanámskrá skólanna en lagði jafnframt áherslu á að áfram verði unnið mikið í skólanámskránni samhliða sameiningu skólanna á næstu árum.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Kátakots og Krílakots.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi 9:30.

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar lagði fram uppfærða skólanámskrá síns skóla.

Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

Drífa Þórarinsdóttir vék af fundi 9:40.

4.Samstarf við Fjallabyggð

Málsnúmer 201311115Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að framlengdum samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla. Hinn framlengdi samningur er lítillega endurbættur frá hinum fyrri og mun taka gildi 1. janúar 2015. Hann verður uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.

Fræðsluráð samþykkir samninginn og fagnar hinu góða samstarfi sem hefur verið á milli skólanna síðastliðið ár.

5.Verkfall Félags tónlistarskólakennara

Málsnúmer 201410250Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar upplýsti um stöðu mála vegna verkfalls Félags tónlistarskólakennara.

Dragist verkfall á langinn er stefnt að því að endurgreiða foreldrum/forráðamönnum skólagjöld hlutfallslega.

Magnús vék að fundi 09:55.

6.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram tillögu að nýjum reglum varðandi leyfisveitingar starfsfólks í grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Gísli telur þessar nýju reglur auðveldari og heppilegri í framkvæmd en þær reglur sem voru í gildi síðasta vetur.

Fræðsluráð samþykkir reglurnar með lítilsháttar breytingum og leggur áherslu á að þær séu kynntar fyrir starfsmönnum.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi