Umhverfisráð

260. fundur 06. febrúar 2015 kl. 09:00 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Helgi Einarsson Varamaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir boðaði forföll, og í hennar stað mætti til fundar Helgi Einarsson.
Á fundinn mætti umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar Valur Þór Hilmarsson kl. 09:00 undir liðum 1,2,3 og 4.
Valur Þór vék af fundi kl. 10:05
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi kl.10:50
undir lið 12, við fundarss

1.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnir vinnu við umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra ýtarlega yfirferð á stöðu verkefnisins.
Tímaáætlun verkefnisins gerir ráð fyrir að því ljúki í október 2015.

2.Hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201501155Vakta málsnúmer

Umhverfisstjóri kynnir hugmynd að hverfanefndum í Dalvíkurbyggð.
Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt.
Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs og leggur einnig til að umhverfisstjóri kynni hana fyrir ráðinu

3.Hugmynd að grendargörðum frá umhverfisstjóra

Málsnúmer 201501092Vakta málsnúmer

Til kynningar hugmynd umhverfisstjóra að grendagörðum á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð hefur kynnt sér hugmyndina og vill kynna sér málið betur.

4.Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Málsnúmer 201408011Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar umsögn friðlandsnefndar vegna staðsetningar mótorsportbrautar á Hrísamóum.
Það er álit nefndarinnar að gæta ætti varúðar þegar kemur að því að finna svo truflandi starfsemi
stað. Leitast ætti eftir því að staðsetja svæðið fjarri friðlandinu og leyfa svæðinu að njóta sín sem
griðaland fugla og svæði það sem almenningur og ferðamenn geta notið kyrrðar og fagurrar
náttúru.
Ráðið hefur kynnt sér umsögn friðlandsnefndar og leggur til við mótorsport félagið að skoða aðra kosti í samráði við skipulagsfulltrúa.

5.Samningur um Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201302077Vakta málsnúmer

Til kynningar skýrsla um Friðland Svarfdæla 2014
Ráðið hefur kynnt sér skýrsluna og lýst vel á þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í.

6.Styrkbeiðni frá landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Málsnúmer 201412021Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsett 1. desember 2014 sem teki var fyrir á 259. fundi umhverfisráð þann 9. janúar þar sem styrkbeiðni frá Landsambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var tekin fyrir.
Óskað var eftir nánari skýringum þann 13. janúar, skýringar hafa ekki borist, og er því afgreiðslu þessa erindis frestað þar til fullnægjandi gögn hafa borist.

7.Umsjónarnefnd fyrir Friðland í Svarfaðardal

Málsnúmer 201501074Vakta málsnúmer

Tilnefning í umsjónarnefnd fyrir Friðland Svarfdæla
Umhverfisráð leggur til að Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri verði áfram fulltrúi Dalvíkurbyggðar.

8.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar koma á fundinn til að minna á og kynna starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.
Erindi frestað til næsta fundar vegna fjölda erinda.

9.Ósk um stækkun lóðar

Málsnúmer 201501009Vakta málsnúmer

Á 259. fundi umhverfisráðs þann 9. janúar 2015 var tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni, bréf dagsett þann 2. janúar 2015, þar sem hann óskar eftir stækkun á lóðinni Laugargerði landnr. 209735. Umhverfisráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum að hafna erindinu.
Á 265. fundi sveitarstjórnar þann 20. janúar 2015 var ofangreind afgreiðsla umhverfisráðs til umfjöllunar og afgreiðslu og samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að þessari ósk um stækkun lóðar verði vísað til endurskoðunar á deiliskipulagi Laugahlíðarsvæðis.
Samkvæmt þinglýstum lóðarleigusamningi umræddrar lóðar og skipulagi svæðisins er ekki hægt að verða við ósk um stækkun, en þar sem fyrir liggur að deiliskipulag svæðisins verður endurskoðað er umsækjanda bent á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þegar sú vinna fer í gang.

10.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands frá 12. nóvember ti 18. desember 2014.
Ráðið hefur kynnt sér fundagerðirnar og gerir ekki athugasemdir.

11.Viðbragðsáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201501140Vakta málsnúmer

Lög fram tillaga formanns umhverfisráð að áskorun til Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar vegna vinnu við viðbragðsáætlun fyrir Dalvíkurbyggð
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að senda áskorun til Almannavarna Eyjafjarðar vegna vinnu við viðbragðsáætlun fyrir Dalvíkurbyggð.

12.Endurnýjun á styrktarsamningi við Björgunarsveitina Dalvík

Málsnúmer 201501141Vakta málsnúmer

Endurnýjaður styrktarsamningur milli Dalvíkurbyggðar og Björgunarsveitar Dalvíkur lagður fram til samþykktar
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjaðan samning við Björgunarsveitina Dalvík og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samninginn.

13.Endurskoðun á deiliskipulags Hólahverfis

Málsnúmer 201412126Vakta málsnúmer

Til umræðu athugasemdir frá íbúum vegna hugmynda að breytingum deiliskipulags hólahverfis.
Erindi frestað til næsta fundar þar sem athugasemdafrestur er ekki liðinn.

14.Breytingar á aðalskiplagi Sveitarfélagsins Skagafjörður

Málsnúmer 201501148Vakta málsnúmer

Til umsagnar breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

15.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Til kynningar meðferð skipulags vegna viðbyggingar

Umhverfisráð leggur til að viðbyggingin verði grendarkynnt í sveitarfélaginu og í framhaldi af því svæðið deiliskipulagt.

16.Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,frístundabyggð í landi Hamars

Málsnúmer 201409038Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, frístundabyggð í landi Hamars, var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. desember 2015 með athugasemdafresti til 30. janúar 2015. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.

17.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hamars var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 19. desember 2015 með athugasemdafresti til 30. janúar 2015. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Athugasemd dagsett 15. október 2014 barst frá Helgu Björk Eiríksdóttur þegar deiliskipulagstillagan var kynnt samhliða lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem auglýst var 27.9.2014. Athugasemdin gaf ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda.Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson Formaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
 • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
 • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
 • Helgi Einarsson Varamaður
 • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs