Umhverfisráð

261. fundur 13. mars 2015 kl. 09:00 - 11:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Innkomið erindi vegna leysinga við Böggvisbraut 16

Málsnúmer 201502095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem barst með rafpósti dags. 12.febrúar 2015 þar sem íbúi við Böggvisbraut 16 á Dalvík óskar eftir viðræðum um úrbætur vegna leysingavatns frá opnu leiksvæði.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að gera bráðabirgðalausn fyrir vorið og varanlega lausn næsta sumar í samráði við íbúa.
Guðrún Anna Óskarsdóttir vék af fundi kl 09:01 sökum vanhæfis. Guðrún Anna mætti aftur til fundar 09:12

2.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 14. janúar og 4. febrúar 2015.
Ráðið hefur kynnt sér fundagerðirnar og gerir ekki athugasemdir.

3.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Skíðabraut 2, Dalvík

Málsnúmer 201502200Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn umhverfis- og tæknisviðs fyrir hönd eignasjóðs vegna niðurrifs á Skíðabraut 2, Dalvík
Umhverfisráð ákvað að greiða atkvæði um umsóknina.

Umsóknin samþykkt með fjórum atkvæðum.

Helga Íris Ingólfsdóttir greiðir atkvæði á móti og óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:

Það er leitt að sjá á eftir rúmlega sjötíu ára gömlu húsi í gamla miðbæ Dalvíkur.

Mikilvægt er að sveitarfélagið móti sér stefnu í varðveislu gamalla húsa.

4.Leyfi til lendinga þyrlna á landi sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201502201Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 23.02.2015 óskar Jökull Bergmann fyrir hönd Icelandic Mountain Guide eftir leyfi til að lenda þyrlum í landi sveitarfélagsins.
Umhverfiráð hefur leitað álits hlutaðeigandi aðila og hefur fengið jákvæð svör við innsendu erindi. Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjanda um lendingar á Böggvisstaðarsandi og breytingu á lendingastað við skíðasvæði.

5.Deplar í Austur-Fljótum. Breyting á Aðalskipulagi 2009-2021

Málsnúmer 201503022Vakta málsnúmer

Til umsagnar breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umræddar breytingar.

6.Tilboð í niðurrif á Skíðabraut 2, dalvík

Málsnúmer 201503098Vakta málsnúmer

Til kynningar tilboð í niðurrif á Skíðabraut 2, Dalvík.
Ráðið leggur til að tilboði Steypustöðvarinnar Dalvík ehf verði tekið.



7.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Til kynningar niðurstöður grenndarkynningar vegna viðbyggingar við Krílakot
Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar og felur sviðsstjóra að koma þeim á framfæri við hönnuð hússins ásamt ábendingum ráðsins.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201503093Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar óskar AVH eftir byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Krílakot samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina og felur sviðsstjóra að gefa út umbeðið leyfi.

9.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Á 26. fundi veitu- og hafnarráðs voru til umræðu drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og var ákveðið að leita umsagnar umhverfiráðs.
Umhverfisráð saknar þess að ekki fylgi greinagerð með tillögu veitu- og hafnarráðs af deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Ráðið vill einnig benda á að skipulagsmál sveitarfélagsins heyra undir umhverfisráð og óskar ráðið eftir frekari samstarfi við veitu- og hafnarráð bæði vegna skipulagsvinnu og kostnaðar vegna hennar.



















10.Endurskoðun á deiliskipulags Hólahverfis

Málsnúmer 201412126Vakta málsnúmer

Til umræðu athugasemdir frá íbúum vegna hugmynda að breytingum deiliskipulags hólahverfis.
Umhverfisráð þakkar íbúum við Skógarhóla fyrir innsendar ábendingar.

Áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið er frestað.

11.Skipulagsmál 2015

Málsnúmer 201503094Vakta málsnúmer

Til umræðu skipulagsmál og fyrirhugaðar deiliskipulagsgerðir.
Ráðið leggur til að deiliskipulag á Árskógssandi verði sett í forgang ásamt öðrum skipulögum samkvæmt umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs