Fræðsluráð

192. fundur 13. maí 2015 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn frá kl. 8.15-8.55
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots og Freyr Antonsson fulltrúi foreldra leikskólabarna sátu fundinn frá 8.55-9.20.

Viktor Már Jónasson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigrún Ingibjörg Guðmundsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla mættu ekki á fundinn.

Margrét Magnúsardóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla boðuðu forföll.

Sviðsstjóri Hildur Ösp Gylfadóttir vék af fundi kl. 9.15.

1.Vinnumat grunnskólakennara

Málsnúmer 201501051Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla kynntu þá vinnu sem farið hefur fram í tengslum við vinnumat grunnskólakennara.



2.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í grunnskólum

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Frestað fram til næsta fundar

3.Hafragrautur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201505055Vakta málsnúmer

Að beiðni Lilju Bjarkar Ólafsdóttur var tekið fyrir hvernig gengi að vinna að því að bjóða upp á hafragraut í morgunmat í Dalvíkurskóla.



Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sagði að þetta hefði enn ekki komist á vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Hann stefnir þó á að gera tilraun á þessu strax í haust.

4.Námsleyfi Sigríðar Gunnarsdóttur

Málsnúmer 201504041Vakta málsnúmer

Upplýst var um að Sigríður Gunnarsdóttir, kennari í Dalvíkurskóla hefur hlotið námsleyfi næsta skólaár.



Fræðsluráð óskar henni til hamingju með leyfið.



Gísli Bjarnason vék af fundi.



Drífa Þórarinsdóttir og Freyr Antonsson komu inn á fundinn.

5.Sumarleyfi leikskóla

Málsnúmer 201411090Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots sagði að í tengslum við nýja viðbyggingu við Krílakot væri óskað eftir því að leikskólarnir lokuðu í fimm vikur í stað fjögurra sumarið 2016. Framkvæmdir munu eiga sér stað í sumarfríinu og ekki líklegt að það takist að ljúka þeim og gera leikskólann tilbúinn fyrir opnun á fjórum vikum.



Fræðsluráð samþykkir beiðni um að loka Krílakoti og Kátakoti í fimm vikur eða 4. júlí-10. ágúst sumarið 2016.



6.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots upplýsti fræðsluráð um stöðu mála í tengslum við viðbygginguna en verkið er nú í útboðsferli.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs