Fræðsluráð

187. fundur 25. nóvember 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots og Freyr Antonsson fulltrúi foreldra leikskólabarna sátu fundinn frá 8.15- 9.15 undir liðum 1-4.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sat fundinn frá 8.30-10.00 undir liðum 3-7.
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn frá 8.15-10.00 undir

1.Heilsustefna Kríla- og Kátakots

Málsnúmer 201411091Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots sagði frá því að leikskólarnir myndu sækja um að gerast ,,Heilsuleikskólar" og starfa samkvæmt ,,Heilsustefnu". Hún kynnti hugmyndafræði Heilsustefnunnar og sagði frá því að búið væri að halda kynningu fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla og samkvæmt könnun er eindreginn vilji bæði hjá starfsfólki og foreldrum fyrir því að skólarnir gerðist Heilsuleikskólar.

Felix Felixsson kom inn á fundinn 8:21.

2.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Kynntar voru teikningar eins og þær líta út núna en framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins bíður afgreiðslu sveitarstjórnar. Áætlunin gerir ráð fyrir að viðbyggingin verði tilbúin síðari hluta árs 2016. Skólastjóri benti á að enn þurfi að gera breytingar á teikningunum en þær eru minniháttar.

3.Sumarleyfi leikskóla

Málsnúmer 201411090Vakta málsnúmer

Skólastjóri Kríla- og Kátakots og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs tóku til umræðu hvort rétt væri að gera skoðanakönnun hjá foreldrum um sumarlokunartíma leikskóla. Eftir að sumarlokunartíminn var lengdur í 4 vikur hefur tímasetningin tekið mið af lokunartíma stærstu vinnustaðanna í sveitarfélaginu og Fiskideginum mikla.

Ákveðið var að óska eftir ábendingum frá foreldrum varðandi útfærslu á sumarlokun leikskóla í fréttabréfi leikskólanna í desember.

4.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Ný sameiginleg skólastefna leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagins var lögð fyrir fundinn.

Fræðsluráð samþykkir stefnuna, þakkar starfshópnum góð störf og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jafnframt óskar ráðið eftir því að hver skóli geri innleiðingaráætlun um skólastefnuna og leggi fyrir ráðið hið fyrsta.

5.Verkfall Félags tónlistarskólakennara

Málsnúmer 201410250Vakta málsnúmer

Rætt var um verkfall tónlistarskólakennara sem staðið hefur í fimm vikur en skrifað var undir samninga í nótt.

Fræðsluráð fagnar því að samningar hafi náðst. Ráðið leggur til að skólagjöld nemenda í tónlistarskóla verði endurgreidd hlutfallslega fyrir þann tíma sem verkfallið stóð.

6.Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201411092Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynntu niðurstöður samræmdra prófa úr sínum skólum frá síðasta hausti.

Fræðsluráð þakkar Gísla og Gunnþóri fyrir kynninguna.

7.Vinnumat í grunnskólum

Málsnúmer 201411097Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynntu nýjustu tillögur um vinnumat grunnskólakennara sem fjallað er um í kjarasamningi grunnskólakennara frá 20. maí síðstaliðnum. Verið er að móta vinnumatið og í nóvember voru kynntar víða um land nýjustu hugmyndir í tengslum við það. Grunnskólakennarar munu kjósa um samþykkt vinnumatsins í febrúar næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
 • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
 • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Auður Helgadóttir Aðalmaður
 • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
 • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi