Byggðaráð

737. fundur 11. júní 2015 kl. 08:15 - 13:05 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Dalvíkurhöfn, dýpkun 2015, beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201504148Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, Þorsteinn K. Björnsson, kom inn á fund byggðaráðs undir þessum lið kl. 08:51.Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 2. júní 2015, þar sem fram kemur að sótt er um kr. 5.000.000 í viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og breytingu á framkvæmdaáætlun 2015 þar sem frágangur á göngustígum samkvæmt deiliskipulag við Dalvíkurhöfn að fjárhæð kr. 2.500.000 verði fært undir liðinn dýpkun Dalvíkurhafnar, sbr. 30. fundur veitu- og hafnaráðs frá 27. maí 2015. Alls er því óskað eftir kr. 7.500.000 í þetta verkefni en einnig er upplýst að siglingasvið Vegagerðarinnar hefur veitt kt. 2.000.000 í verkefnið þannig að stefnt er að framkvæmdakostnaður verði kr. 9.500.000.Til umræðu ofangreint.Þorsteinn vék af fundi kl.08:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 5.000.000, vísað á málaflokk 42 og á móti til lækkunar á handbæru fé.

3.Frá Sparisjóði Norðurlands; Ávöxtun á innistæðum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201506027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jónas M. Pétursson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands, kl. 9:08.

Til umræðu ávöxtun á innistæðum sem og staða mála Sparisjóðs Norðurlands, sbr. það sem hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarnar vikur og mánuði.Jónas vék af fundi kl. 09:33.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Ferðafélagi Svarfdæla; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Málsnúmer 201410305Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Magnús Á. Magnússon fyrir hönd Ferðafélags Svarfdæla, kl. 10:00.Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 721. fundi byggðaráðs þann 18. desember 2014 var eftirfarandi bókað:

"3. 201410305 - Frá 21. fundi veitu- og hafnaráðs; Endurnýjun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla.

Á 21. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember s.l. var eftirfarandi bókað: Þessu erindi var frestað á 20. fundi ráðsins. Á 257. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 7. nóvember sl., var tekið fyrir ofangreint erindi.Lagður fram til staðfestingar endurnýjaður samstarfssamningur milli Dalvíkurbyggðar og Ferðafélags Svarfdæla. Á fundi umhverfisráðs var eftirfarandi fært til bókar. "Þar sem greiðslur vegna þessa styrkjar hafa verið greiddar af umhverfisverkefnum veitna undanfarin ár vísar umhverfisráð samningnum til veitu- og hafnaráðs." Veitu- og hafnaráð hafnar erindinu og vísar því til byggðarráðs til afgreiðslu. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í framkvæmdastjórn. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegu erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla um endurnýjun á samningi ásamt upplýsingum um forsendur á bak við endurnýjun. Einnig óskar byggðarráð eftir upplýsingum um hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Atla Dagssyni fyrir hönd Ferðafélags Svarfdæla, dagsettur þann 20. maí 2015, þar sem fram kemur að Ferðafélag Svarfdæla óskar eftir endurnýjun á eldri samningi sem gerður var á milli Ferðafélagsins og Dalvíkurbyggðar. Ferðafélag Svarfdæla lítur svo á að í þessum samningi, sem kveður á um fjárframlag frá sveitarfélaginu, fari saman hagsmunir beggja aðila. Hagsmunir sveitarfélagsins eru þeir að bæta aðgengi að umhverfi og náttúru fyrir ferðafólk og íbúa sveitarfélagsins. Framlag Dalvíkurbyggðar til Ferðafélagsins mun svo að mestu leyti fara í frekari uppbyggingu sem svo eykur enn á fjölbreytni til útivistar. Með rafpóstinum fylgdu drög að samningi ásamt verkáætlun fyrir árið 2015. Varðandi "hlutverk og samþykktir Ferðafélags Svarfdæla" er vísað í lög félagsins sem eru meðfylgjandi en lögin voru samþykkt með breytingum árið 2011.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum Ferðafélagsins á fund byggðaráðs. "Til umræðu ofangreint.Magnús vék af fundi kl. 10:41.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015 að upphæð kr. 500.000, vísað á málaflokk 11 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð felur upplýsingafulltrúa að ganga frá samningsdrögum við Ferðafélag Svarfdæla í samvinnu við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra. Um er að ræða samráðsverkefni innan Dalvíkurbyggðar á milli umhverfis- og tæknisviðs og fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem verkefni snertir bæði umhverfismál og ferðamál. Samningsdrögin færu síðan til umfjöllunar og afgreiðslu umhverfisráðs og til kynningar í atvinnumála- og kynningaráði.

5.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Viðauki v/ millifærslu frá Vatns- og fráveitu.

Málsnúmer 201506066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 9. júní 2015, er varðar beiðni um viðauka vegna millufærslu frá vatnsveitu og fráveitu inn á Hitaveitu Dalvíkur.Óskað er eftir að gerð verði eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun 2015:Vatnsveita,
43- 21- 4975
upphæð var
kr.12.788.000,-
verður
kr.5.363.000,-.

Hitaveita,
47 -31- 0565
upphæð var
kr.-11.780.000,-
verður
kr.0,-.

Fráveita,
73- 10- 4975
upphæð var
kr. 4.218.000,-
verður
kr.2.863.000,-.Fram kemur að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði búið að ganga frá því hvernig skipting verður á milli fyrirtækjanna þar sem um sameiginlega þjónustu verður að ræða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka og vísar til breytinga á fjárhagsáætlun 2015.

6.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna verkamanns í þjá mánuði með umhverfisstjóra.

Málsnúmer 201506019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs,á fundinn kl. 11:34.Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 1. júní 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætun vegna verkamanns hjá umhverfisstjóra.Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 894.659 á deild 11-00 þar sem verkefni umhverfisstjóra við viðhald og umhirðu opinna svæða og almenningsgarða er töluvert meira en gert var ráð fyrir, grisun á þeim skógarreitum sem er um í umsjá sveitarfélagsins og svo hefur bætts við viðhald girðinga.Fram kemur að ein af aðalástæðum að sótt er um þennan viðauka er að þeir fjármunir sem gert er ráð fyrir í viðhaldsvinnu girðinga duga tæplega þar sem töluverðir fjármunir hafa farið í sérfræði- og lögfræðiáliti vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd.Til umræðu ofangreint.Börkur Þór vék af fundi kl. 11:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015, vísað á deild 11-00 og til lækkunar á handbæru fé.

7.Trúnaðarmál

8.Frá Umhverfisstofnun; Verndar- og stjórnaráætlun Friðlands Svarfdæla - fundarboð.

Málsnúmer 201506047Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun, bréf dagsett þann 3. maí 2015, þar sem umhverfisstofnun og umsjónarnefnd Friðlands Svardæla boðar landeigendur til fundar um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið fimmtudaginn 11. júní 2015. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal kl. 16.00. Á fundinum munu fulltrúar Umhverfisstofnunar kynna markmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar, fara yfir ávinning þess fyrir friðlandið og þá er það nýta. Reynt verður að svara spurningum eins og kostur er auk þess sem öllum ábendinum varðandi gerð áætlunarinnar er fagnað. Mælt er með að landeigendur tilnefni á fundinum sinn fulltrúa í vinnuhópinn um gerð verndar- og stjórnunaráætlunar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

9.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Úthlutun úr styrktarsjóði 2015.

Málsnúmer 201502118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. júní 2015, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar EBÍ þann 29. maí s.l. voru samþykktar styrkveitingar til 16 aðila, samtals að upphæð 5,0 m.kr.

Fram kemur að því miður reyndist ekki unnt að þessu sinni að veita styrk til ritunar Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá EBÍ; Tilkynning um aðalfund fulltrúaráðs EBÍ - 23. sept. n.k.

Málsnúmer 201506065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 9. júní 2015, þar sem fram kemur að stjórn EBÍ hefur ákveðið að aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ verður haldinn miðvikudaginn 23. september 2015 á Grand Hótel Reykjavík. Kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins hefur verið sent fundarboð.
Lagt fram til kynningar.

11.Vátryggingar sveitarfélagsins

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Frestað.

12.Lögmannsþjónusta sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201409059Vakta málsnúmer

Frestað.

13.Frá Lundi í Svíþjóð; Vinabæjarmót 2016

Málsnúmer 201504065Vakta málsnúmer

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, rafpóstur dagsettur þann 15. apríl 2015, þar sem 2 fulltrúum er boðið til undirbúningsfundar í 3. -4. september 2015 vegna vinabæjamóts árið 2016.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla og taka saman upplýsinga um kostnað í tengslum við ofangreint."Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur aflað. Lundur greiðir fyrir gistingu og mat. Kostnaður sveitarfélagsins væri þá ferðakostnaður fram og til baka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn, vísað á lið 21-51-4210.

14.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsögn um umsókn um leyfi; Dalvik Hostel

Málsnúmer 201505175Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 28. maí 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar A. Símonardóttur, kt. 190964-2729, fyrir hönd K.A.S. ehf. kt. 471186-1129 vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi til sölu gistingar að Hafnarbraut 4, 620. Dalvík. Um er að ræða umsókn í flokki II og heiti gististaðar er Dalvik Hostel, Hafnarbraut 4.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

15.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsögn um umsókn.Dalvik Hostel - smáhýsi

Málsnúmer 201505176Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 28. maí 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kristínar A. Símonardóttur, kt. 190964-2729, fyrir hönd K.A.S. ehf. kt. 471186-1129, er varðar endurnýjun á rekstarleyfi til sölu gistingar að Vegamótum í þremur smáhýsum og einu sumarhúsi. Um er að ræða flokk II og heiti gististaðar er Dalvík Hostel- smáhýsi.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

16.Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Ósk um heimild til sölu á bifreið Vinnuskóla

Málsnúmer 201505162Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 28. maí 2015, þar sem óskað eftir leyfi og umboði til að selja Toyota Hilux bifreið vinnuskólans með fastanúmerinu KR-946. Bifreiðin hefur verið tekin úr notkun og númer lögð inn. Bifreiðin er árgerð 1989 og stóðst ekki skoðun á síðasta ári. Íþrótta - og æskulýðsfulltrúi hefur fengið fyrirspurnir um hvort hægt sé að kaupa bílinn og ef heimild fæst verður bíllinn auglýstur á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þar sem óskað verður eftir tilboðum.
Byggðaráð samþykkkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita íþrótta- og æskulýðsfulltrúa ofangreint leyfi og umboð skv. beiðni.

17.Frá Varasjóði húsnæðismála; Lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201505147Vakta málsnúmer

Á 736. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 21. maí 2015, þar sem upplýst er um lok verkefnis um framlög til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði þar sem sjóðurinn hefur ekki fjármuni til afgreiðslu umsókna um framlög. Í ljósi fjárhagslegrar stöðu Varasjóðs húsnæðismála ákvað ráðgjafarnefnd sjóðsins á fundi þann 20. apríl 2015 að hætta móttöku og afgreiðslu umsókna frá sveitarfélögum vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði frá og með 20. apríl 2015. Fram kemur að frá stofnum Varasjóðs húsnæðismála hafa sjóðnum verið markaðir tekjustofnar samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Í september 2011 var gert samkomulag um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga sem kvað á um að sveitarfélög fjármögnuðu að öllu leyti verkefni Varasjóðsins. Þetta samkomulag var í gildi fyrir árin 2012-2013 en rann úr gildi 31. desember 2014 og hefur ekki verið endurnýjað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvað á að gera til að tryggja þetta verkefni áfram."Í svari framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 2. júní 2015, kemur fram meðal annars fram að að áliti sambandsins er brýnna verkefni við núverandi aðstæður að leysa vanda tónlistarskóla ( þ.e. að í yfirstandandi viðræðum hafa fulltrúar sambandsins lagt til breytingu sem felur í sér að stað þess að sveitarfélög greiði 30 m.kr. framlag ríkisins til Varasjóðs húsnæðismála verði sömu fjárhæð ráðstafað til að leysa bráðavanda tónlistarskóla) heldur en að viðhalda greiðslum til Varasjóðs húsnæðismála. Það álit byggist annars vegar á því að verulegur árangur hefur náðst á undanförnum árum í að aðstoða sveitarfélögin við sölu félagslegra íbúða með þátttöku varasjóðsins í að greiða mismun á áhvílandi skuldum og markaðsverði íbúða. Hins vegar horfir sambandið til þess að nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á löggjöf um húsnæðismál og er á þessu stigi óljóst um hvort varasjóðurinn hafi eitthvert framtíðarhlutverk. Fram kemur að þess skal getið að þetta mál er ekki frágengið en stjórn sambandsins hefur reglulega verið gerð grein fyrir stöðu og þróun málsins og hafa fulltrúar sambandsins í þessum viðræðum fengið fullan stuðning stjórnarinnar í málinu.

Með vísan til framangreinds eru miklar líkur á að Varasjóður húsnæðismála hafi ekki til ráðstöfunar sérstak fjármagn í ár eða næstu ár til að greiða mismun á áhvílandi skuldum og markaðsverði íbúða eins og verið hefur undanfarin ár.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá vinnuhópi Dalvíkurbyggðar um Félagslegar íbúðir.

18.Skýrsla frá vinnuhópi árið 2014; "Er kynbundinn launamunur í Dalvíkurbyggð ?"

Málsnúmer 201401137Vakta málsnúmer

Frestað.

19.Frá stjórnsýslunefnd; vinnuhópur vegna fasteigna Eignasjóðs

Málsnúmer 201505108Vakta málsnúmer

Frestað.

20.Frá sveitarstjóra; Tillaga um viðbótarfulltrúa inn í byggingarnefnd Krílakots.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Á 729. fundi byggðaráðs þann 26. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um stofnun stýrihóps / rýnihóps vegna viðbyggingar við Krílakot en samkvæmt samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar skal byggðaráð taka ákvörðun um skipun og samsetningu vinnuhópa. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar séu launaðir. Sviðsstjóri telur mikilvægt að slíkur hópur sé skipaður hið fyrsta þar sem fyrir liggur að taka þurfi ákvarðandir um hin ýmsu atriði sem snúa að frágangi viðbyggingarinnar áður en til útboðs kemur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldir skipi stýrihópinn: Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður umhverfisráðs fá greitt fyrir fundi en aðrir í hópnum eru starfsmenn sveitarfélagsins. Kappkosta skal að halda fundi á dagvinnutíma."Sveitarstjóri leggur til að Guðmundur St. Jónsson taki sæti í byggingarnefnd Krílakots.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

21.Fjárhagsáætlun 2015; heildarviðauki I

Málsnúmer 201506059Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2015 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er ársins fyrir utan þá viðauka sem byggðaráð hefur fjallað um og samþykkt á þessum fundi.Niðurstaða Aðalsjóðs var áður áætluð jákvæð um kr. 41.732.000 en verður neikvæð um kr. 62.979.000. Megin breytingin er framlag til félagslegra íbúða hækkar um kr. 29.079.000 vegna sölu á 2 íbúðum og niðurgreiðslu á 3 lánum. Einnig breytast fjármagnsliður um kr. 25.823.000 vegna lækkunar á verðbólguspá úr 3,4% í 1,9% skv. greiningardeild Íslandsbanka.

Niðurstaða A-hluta var áður jákvæð um kr. 47.113.000 en verður neikvæð um kr. 9.461.000.

Niðurstaða samstæðu aftur á móti verður jákvæðari um kr. 3.834.000, þ.e. hækkar úr kr. 69.056.000 í kr. 72.890.000.

Áætluð lántaka lækkar úr 100 m.kr. í 75 m.kr.

Fjárfestingar hækka úr kr. 183.920.000 í kr. 197.990.000.Taka þarf einnig afstöðu til:

a)Hækkun á framlagi til Eyþings þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar við gerð fjárhagsáætlunar 2015-2018 að á aðalfundi í október 2014 var samþykkt að hækka framlag sveitarfélaga úr 3,0 m.kr. í 9,0 m.kr. Það þýðir að framlag Dalvíkurbyggðar hækkar úr kr. 190.305 í kr. 570.915, deild 21-80.

b) Lækka viðauka til Félagslegra íbúða um kr. 100.000 þar sem búið var að selja eina íbúð sem var á listanum, sjá mál 201504109.

c) Uppgreiðsla á láni vegna Klapparstígs 3 vegna sölu á íbúðinni; salan fór fram árið 2014 en uppgreiðslan á láninu var árið 2015 og fer á það fjárhagsár.

d) Sala á Ásholti 2b og Klapparstíg 7 en gengið frá frá kaupsamningi vegna þessara eigna á árinu 2015.

e) Ákvörðun um breytingu á verðbólgu í fjárhagsáætlunarlíkani úr 3,4% í 1,9% skv. greiningardeild Íslandsbanka en skv. yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 10. júní s.l. má gera ráð fyrir versnandi verðbólguhorfum.

f) Taka út styrk til Bergs vegna ljóskastara að upphæð kr. 315.000, sbr. mál 201408100, en fyrir liggur að Eignasjóður greiddi þennan búnað árið 2014, og að þessi styrkur verði þá nýttur að hluta til að greiða styrk til niðurgreiðslu á fasteignaskatti til félagasamtaka skv. reglum og umsóknum þar um.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2015 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir með þeim breytingum sem urðu á fundinum með nýjum viðaukum.

Byggðaráð samþykkir að verðbólguspá verði óbreytt eða 3,4% og að tekið verði tillit til þeirra liða sem fram koma hér að ofan a) - f).

22.Fjárhagsáætlun 2016-2019; tillaga að fjárhagsramma 2016

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016 og helstu forsendur þar að baki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsramma 2016 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

23.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 828. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 828 frá 29. maí 2015.

Fundi slitið - kl. 13:05.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.