Byggðaráð

681. fundur 07. nóvember 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Formaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna veikinda.

Málsnúmer 201305082Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðarráðs þann 6. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 6. maí 2013, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 697.676 við fjárhagsáætlun skólans vegna veikinda starfsmanna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu um beiðni um viðauka.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í heild sinni með öðrum beiðnum um viðauka.

2.Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Beiðni um viðbótartillag vegna launa.

Málsnúmer 201305081Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðarráðs þann 6. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, bréf dagsett þann 30. maí 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun safnanna vegna veikinda og breytinga í starfsmannamálum safnanna. Að frádregnu framlagi frá Vinnumálastofnun er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 1.942.590 fyrir söfnin.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu um beiðni um viðauka.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í heild sinni með öðrum beiðnum um viðauka.

3.Frá sviðsstjóra félagsmálsviðs; Fjárhagsáætlun 2013; beiðni um viðauka vegna málaflokks 02.

Málsnúmer 201310058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra félagsmálasviðs, Eyrúnu Rafnsdóttur, bréf dagsett þann 12. október 2013, þar sem hún óskar eftir aukafjárveitingu við deild 02-11; fjárhagsaðstoð að upphæð kr. 4.000.000 þannig að sá liður hækki úr 7,6 m.kr. í 11,6 m.kr.

Gert er einnig grein fyrir að launakostnaður vegna deildar 02-15;heimilishjálp mun ekki standast áætlun en sviðsstjóri hefur svigrúm innan rammans að mæta því.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar í heild sinni með öðrum beiðnum um viðauka.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 var tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 29. október s.l. og var samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Þann 30. október s.l. bárust nýjar upplýsingar um áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2014, sbr. gögn með fundarboði byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tekjuáætlun vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði verði endurskoðuð sem og tekjuáætlun vegna álagningu fasteignagjalda þegar allar gjaldskrár liggja endanlega fyrir úr fagráðum.

5.Frá leikskólastjóra Krílakots; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots og Kátakots, bréf dagsett þann 5. nóvember 2013, þar sem leikskólastjóri vísar til frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 þar sem gert er ráð fyrir að viðbyggingu við Krílakot verði dreift á árin 2016 og 2017. Leikskólastjóri vonar að ákvörðun varðandi viðbyggingu við Krílakot verði tekin að mjög svo ígrunduðu máli og verði ekki breytt heldur frekar lögð áhersla á að hefja undirbúning árið 2015 og halda fyrri áætlun um byggingu árið 2016. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs með tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 segir; Sameining Káta- og Krílakots, stefnt er að viðbyggingu við Krílakot árið 2016 og að húsnæði Kátakots verði selt. Fagleg samræming á starfi, námskrám og öðrum gögnum mun eiga sér stað á tímabilinu þar til þetta verður einn og sami skólinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar hjá umhverfis- og tæknisviði, í samvinnu við leikskólastjóra, þ.e. hvað varðar þá möguleika að framkvæmdin rúmist innan eins árs.

6.Frá 244. fundi umhverfisráðs þann 16. október s.l.: Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013; bókun.

Málsnúmer 201309133Vakta málsnúmer

Á 244. fundi umhverfisráðs þann 16. október 2013 var eftirfarandi bókað um ofangreint:
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og hvetur Dalvíkurbyggð til að taka þátt í umhverfis-og náttúruverndar málum í framtíðinni. Ráðið vill minna á að gera þarf ráð fyrir fjármunum til þessara mála.
Lagt fram til kynningar.

7.Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar; minnisblað frá verkefnahópi.

Málsnúmer 201302067Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað frá verkefnahópi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar; upplýsingafulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs.

Með tilvísun í bókun og afgreiðslu byggðarráðs frá 660. fundi er gert grein fyrir í minnisblaðinu starfsemi Upplýsingamiðstöðvar og tillögur varðandi rekstur hennar í framhaldinu. Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017 er gert ráð fyrir að Upplýsingamiðstöðin verði með óbreyttu sniði nema að gert er ráð fyrir starfsmanni á deild 13-70 í 100% starfi yfir sumarið í stað deild 06-50.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar verði í Bergi frá og með 1.1.2014 og að starfsmaður upplýsingamiðstöðvar heyri undir fjármála- og stjórnsýslusvið.Jafnframt samþykkir byggðarráð með 3 atkvæðum að hugað verði að því að útvista rekstri á tjaldsvæðinu á Dalvík.

8.Sala íbúða; Kauptilboð í Klapparstíg 1.

Málsnúmer 201203103Vakta málsnúmer

Á fundinum var lagt fram og kynnt undirritað kauptilboð, dagsett þann 24. október 2013, í Klapparstíg 1, fastanúmer 215-6673, frá Eyþóri Antonssyni, kt. 280180-5489, að upphæð kr. 10.000.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og sölu á Klapparstíg 1.

9.Samráðsfundur með Fjallabyggð

Málsnúmer 201311110Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði byggðarráði grein fyrir samráðsfundum sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar hafa átt með fulltrúum Fjallabyggðar hvað varðar hugmyndir um samstarfsverkefni.

10.Frá Eyþingi; 247. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201311078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ofangreind fundargerð.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir Sambandsins 2013, frá 804. - 809.

Málsnúmer 201301139Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ofangreindar fundargerðir.

12.Heimsóknir í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; Heimsókn í Dalvíkurskóla kl. 10 - kl. 11.

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Jóhann Ólafsson vék af fundi kl. 10:00 til annarra starfa.

Byggðarráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Dalvíkurskóla, kl. 10:00.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Formaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
 • Björn Snorrason Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs