Samningur um innheimtu, endurnýjun

Málsnúmer 201706141

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Til umræðu endurnýjun á samningi við Motus um innheimtuþjónustu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við Motus miðað við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 865. fundur - 26.04.2018

Á 827. fundi byggðaráðs þann 20. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu endurnýjun á samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði samninga við Motus miðað við umræður á fundinum. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Motus um innheimtuþjónustu. Samningstíminn eru 3 ár með 6 mánaða uppsagnarfresti á samningstíma. Ef samningi er ekki sagt upp framlengist hann um 1 ár í senn en að hámarki í 6 ár samfellt frá upphaf samningstíma.
Samningurinn er að hluta til trúnaðarmál.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.