Frá Ríkiskaupum; Aðild að Ríkiskaupum og aðildargjald

Málsnúmer 201707015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, móttekið 10. júlí 2017, þar sem kynnt er nýtt fyrirkomulag á innkaupum í rammasamingum ríkisins. Til að tryggja áframhaldandi aðild að rammasamningakerfinu verða opinberar aðilar að fylla út meðfylgjandi aðildarumsókn og senda undirritaða til Ríkiskaupa fyrir 5. ágúst n.k. Notendur munu nú greiða árlegt aðildargjald beint til Ríkiskaupa. Aðildargjald fyrir Dalvíkurbyggð yrði kr. 1.000.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og felur sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi um frestun á afgreiðslu sem og með fyrirspurnum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Á 827. fundi byggðaráðs þann 20. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Ríkiskaupum, móttekið 10. júlí 2017, þar sem kynnt er nýtt fyrirkomulag á innkaupum í rammasamingum ríkisins. Til að tryggja áframhaldandi aðild að rammasamningakerfinu verða opinberar aðilar að fylla út meðfylgjandi aðildarumsókn og senda undirritaða til Ríkiskaupa fyrir 5. ágúst n.k. Notendur munu nú greiða árlegt aðildargjald beint til Ríkiskaupa. Aðildargjald fyrir Dalvíkurbyggð yrði kr. 1.000.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á ofangreindu erindi og felur sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi um frestun á afgreiðslu sem og með fyrirspurnum í samræmi við umræður á fundinum."

Ríkiskaup veitti frest til 20. ágúst n.k. til afgreiðslu á erindinu.

Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 24. júlí 2017, til frekari útskýringa á ofangreindu og upplýsingar um ávinning sveitarfélagsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi aðild Dalvíkurbyggðar að rammasamningum Ríkiskaupa og greiðslu á aðildargjaldi kr. 1.000.000.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð kr. 1.000.000, viðauki nr. 15/2017 við deild 21400 og mætt með lækkun á handbæru fé.