Frá skólastjóra Dalvíkurskóla; Námsgögn

Málsnúmer 201707024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 17. júlí 2017, þar sem fram kemur að eins fram hefur komið í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum upp á síðkastið þá hafa nokkur sveitarfélög tekið þá ákvörðun að bjóða upp á ritföng, stílabækur og þess háttar nemendum að kostnaðarlausu. Sú viðmiðunartala sem sveitarfélög hafa verið að nota er 4500 kr. pr. nemenda sem gæti verið ca. 1.080.000 kr. fyrir hvert skólaár ef reiknað er með 240 nemendum í Dalvíkurbyggð.

Undirritaður óskar eftir því að þetta verði tekið fyrir í Byggðarráði til afgreiðslu þrátt fyrir að engin umræða hafi farið fram í fræðsluráði um þetta mál og að fyrirvari sé mjög stuttur þar sem stutt er í að næsta skólaár hefjist.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé.

Fræðsluráð - 219. fundur - 13.09.2017

Sviðsstjóri kynnti afgreiðslu byggðaráðs á erindi sem skólastjóri Dalvíkurskóla sendi byggðaráði 17. júlí 2017 þess efnis að sveitarfélagið greiði ritföng, stílabækur og þess háttar fyrir grunnskólanemendur í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður á hvern nemanda er 4.500 kr. á skólaárinu. Afgreiðsla byggðaráðs hljóðaði svo:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi til reynslu skólaárið 2017-2018 fyrir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla og Árskógarskóla á deildir 04210 og 04240 sem þessu nemur. Mætt með lækkun á handbæru fé".
Fræðsluráð fagnar samþykktinni og þakkar Gísla Bjarnasyni fyrir frumkvæði hans í málinu.