Lántaka skv. fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201707014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 827. fundur - 20.07.2017

Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir langtímalántöku að upphæð kr. 237.000.000, annars vegar kr. 47.000.000 vegna hlutdeildar Dalvíkurbyggðar í hafnaframkvæmdum skv. samgönguáætlun og hins vegar kr. 190.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs, aðallega vegna Sundlaugar Dalvíkur. Þar að auki er gert ráð fyrir skammtímafjármögnun að upphæð kr. 188.600.000 til brúa bilið vegna hlutdeildar ríkisins í hafnaframkvæmdum ársins 2017.

Á fundinum var kynnt hvaða lánakjör standa sveitarfélaginu til boða frá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. rafpóstur þann 11.07.2017.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga og að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Byggðaráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 237.000.000,- kr. til 14 ára verðtryggt með 2,97% föstum vöxtum. Samþykki byggðaráðs er gert með þeim formerkjum að sveitarfélagið hafi heimild til að taka lánið í hlutum innan ársins, þannig að ef þannig árar í rekstri sveitarfélagsins að það þurfi ekki að taka allt það lán sem áætlað er að taka skv. gildandi fjárhagsáætlun 2017. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur og vegna framkvæmda við Dalvíkurhöfn skv. samgönguáætlun, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bjarna Th. Bjarnasyni, sveitarstjóra, kt.: 200864-4419 er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalvíkurbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.