Umhverfisráð

234. fundur 23. janúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 stóra fundaherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélagi Íslands.

Málsnúmer 201212003Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 30. nóvember 2012, sendir Skógræktarfélag Íslands efirfarandi ályktun: "Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn á Blönduósi 24.-.26. ágúst 2012, hvetur aðildarfélög sín, stofnair og einstaklinga til að nýta sér þá frjósemi sem lúpína skapar í ófrjósömu landi og rækta skóg í lúpínubreiðum."
Í greinargerð með framangreindri ályktun kemur fram að lúpínan hörfar hratt um leið og skógur vex upp úr henni.
Umhverfisráð beinir því til garðyrkjustjóra að kynna þeim sem áhuga hafa á framangreinda ályktun Skógræktarfélagsins.

2.Beiðni um umsókn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - Tröllaskagi ehf. Klængshóli

Málsnúmer 201301059Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Sýslumannninum á Akureyri, sem dagsettt er 18. janúar 2013, er óskað umsagnar sjá eftirfarandi "Hjálagt sendist til umsagnar samkvæmt 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald umsókn Önnu H Hermannsdóttur kt. 240357-5509 Klængshóli 621 Dalvík fh. Tröllaskaga ehf kt.640203-2930 Klængshóli 621 Dalvíkurbyggð um breytingu á rekstarleyfi samkvæmt í gististaðaflokk V en um er að ræða stækkun á gistiaðstöðu að Klængshóli."

Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að veitt sé framangreint leyfi.

3.Breyting á skiplagslögum

Málsnúmer 201301008Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 7. janúar 2013, er vakin athygli á eftirfarandi
"Þann 31. desember 2012 tók gildi breyting á skipulagslögum nr. 123/2010 um þann tímafrest sem sveitarstjórn hefur til að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulags. Lagabreytingin nr. 135/2012 tekur til allra deiliskipulagstillagna í málsmeðferð, svo sem í vinnslu, í auglýsingu og kynningu. Lagabreytingin tekur einnig til deiliskipulagsáætlana sem þegar hafa verið samþykktar í sveitarstjórn en minna en þrír mánuðir voru frá samþykkt sveitarstjórnar við gildistöku lagabreytingarinnar 31. desember sl. Nýr tímafrestur, sem er ár, reiknast frá því að athugasemdafresti á auglýstri tillögu lýkur, þ.e. fyrir nýtt deiliskipulag eða verulega breytingu á deiliskipulagi. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi reiknast ársfresturinn frá samþykkt sveitarstjórnar á breytingunni.Vakin er athygli á að lagabreytingin er ekki afturvirk og mun því ekki taka til deiliskipulagstillagna sem við áramót voru þegar ógildar vegna ákvæðis 2.mgr. 42. gr. skipulagslaga um tímafresti sem voru í gildi fyrir lagabreytinguna. Þær deiliskipulagstillögur þarf að auglýsa að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga."

Lagt fram til kynningar.

4.Ný lög um menningarminjar

Málsnúmer 201301046Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 9. janúar 2013, vekur Minjastofnun Íslands athygli á því að frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Þá fellu úr gildi þjóðminjalög nr. 107/2001 og lög um húsafriðun nr 104/2001. Með gildistöku þessara laga voru Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd ríkisins lagðar niður og ný stofnun, Minjastofnun Íslands tók til starfa.
Einnig voru raktar ýmsar aðrar breytingar sem varðar stjórnsýslu fornleifa og húsverndar gildi og mun kynningarbréf verða sent síðar.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um að landamerki verði tekin til endurskoðunar

Málsnúmer 201301013Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 8. janúar 2013, að mál vegna landamerkja á milli Laugahlíðarlands og Tjarnarlands verði tekin aftur til umræðu.
Á 184. fundi umhverfisráðs var samþykkt tillaga að makaskiptum á landi Tjarnar og Laugarhlíðar, sem fram koma á teikningu sem Kristján Hjartarson gerði og dagsett er í nóvember 2009.Umhverfisráð leggur til að framangreind tillaga verði staðfest í bæjarstjórn.

6.Umsókn um styrk vegna eldvarnarátaks

Málsnúmer 201212007Vakta málsnúmer

Vakin er athygli á eldvarnarátaki sem Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna stendur fyrir í november ár hvert. Þá heimsækja slökkviliðsmenn alla nemendur í 3. bekk grunnskóla landsins og fræða þá um eldvarnir.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til upplýsingarfulltrúa til afgreiðslu.

7.Varðandi fasteignina nr. 31 við Sandskeið á Dalvík

Málsnúmer 201212035Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 14. desember 2012, er óskað eftir því að lokið verði við gerð lóðarleigusamnings með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Dalvíkurkaupstaðar frá 21. október 1986 og mun þá lóðarhafi láta þinglýsa honum, enda lóðin alfarið nýtt undir það húsnæði sem félagið festi kaup á 28. júní s.l.
Byggingafulltrúa er falið að gera tillögu að lóðablaði fyrir lóðir sem eru við austurhluta Sandskeiðs og kynna það á næsta fundi ráðsins.

8.429. mál til umsagnar - náttúruvernd

Málsnúmer 201301058Vakta málsnúmer

Í bréfi frá nefndarsviði Alþingis, sem dagsett er 17. janúar 2013 kemur eftirfarandi fram "Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík"

Lagt fram til kynningar.

9.Svæðisskipulag, lýsing 2011 - 2023.

Málsnúmer 201111083Vakta málsnúmer

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur á fundi sínum hinn 23. jan. 2013 tekið til umfjöllunar tillögu svæðisskipulagsnefndar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024. Tillögunni fylgir greinargerð (forsenduhefti) og umhverfisskýrsla. Að fengnu samþykki allra aðildarsveitarfélaga skipulagsins verður tillagan send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og síðan auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
 • Helgi Einarsson Formaður
 • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
 • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
 • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs