Ný lög um menningarminjar

Málsnúmer 201301046

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 234. fundur - 23.01.2013

Með bréfi, sem dagsett er 9. janúar 2013, vekur Minjastofnun Íslands athygli á því að frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Þá fellu úr gildi þjóðminjalög nr. 107/2001 og lög um húsafriðun nr 104/2001. Með gildistöku þessara laga voru Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd ríkisins lagðar niður og ný stofnun, Minjastofnun Íslands tók til starfa.
Einnig voru raktar ýmsar aðrar breytingar sem varðar stjórnsýslu fornleifa og húsverndar gildi og mun kynningarbréf verða sent síðar.
Lagt fram til kynningar.