Svæðisskipulags, lýsing 2011 - 2023

Málsnúmer 201111083

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 228. fundur - 10.07.2012

Nokkrar athugasemdir voru gerðar við þau drög að lýsingu sem staðfest hafði verið í umhverfisráði. Þessar breytingar eru minni háttar og er:
a. um orðalag um nytjaskóga
b. um meðferð úrgangs.
Umhverfisráð hefur farið fyrir athugasemdirnar og getur fallist á þær og leggur til við bæjarstjórn að verkefnalýsingin verði samþykkt.

Umhverfisráð - 233. fundur - 05.12.2012

Svæðsisskipulag Eyjafjarðar hefur verið í vinnslu nú um tíma og er nú komið að kynningarferli skipulagsins. Byggingarfulltrúi kynnti fyrir ráðsmönnum drög að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar en stefnt er að því að kynningar verði á því 9. og 10. janúar n.k.
Umræður urðu um svæðisskipulagið og gerði formaður ráðsins og byggingarfulltrúi grein fyrir vinnunni sem er framundan.

Umhverfisráð - 234. fundur - 23.01.2013

Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur á fundi sínum hinn 23. jan. 2013 tekið til umfjöllunar tillögu svæðisskipulagsnefndar að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024. Tillögunni fylgir greinargerð (forsenduhefti) og umhverfisskýrsla. Að fengnu samþykki allra aðildarsveitarfélaga skipulagsins verður tillagan send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og síðan auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn og leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna.

Umhverfisráð - 237. fundur - 10.04.2013

Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Um er að ræða 31. fund nefndarinnar, sem haldinn var 7. mars 2013 kl. 12:00: dagskrá var:
1. Afgreiðsla athugasemda sveitarfélaganna við tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024.
2. Afgreiðsla á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 til Skipulagsstofnunar.
3. Drög að tillögu að Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024, send til umsagnar svæðisskipulagsnefndar með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gögn á heimasíðu Hörgársveitar.
Umhverfisráð staðfestir farangreinda fundargerð.