Varðandi fasteignina nr. 31 við Sandskeið á Dalvík

Málsnúmer 201212035

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 234. fundur - 23.01.2013

Með bréfi, sem dagsett er 14. desember 2012, er óskað eftir því að lokið verði við gerð lóðarleigusamnings með vísan til samþykktar bæjarstjórnar Dalvíkurkaupstaðar frá 21. október 1986 og mun þá lóðarhafi láta þinglýsa honum, enda lóðin alfarið nýtt undir það húsnæði sem félagið festi kaup á 28. júní s.l.
Byggingafulltrúa er falið að gera tillögu að lóðablaði fyrir lóðir sem eru við austurhluta Sandskeiðs og kynna það á næsta fundi ráðsins.

Umhverfisráð - 235. fundur - 13.02.2013

Sjá 234. fund umhverfisráðs. Byggingarfulltrúi kynnti mun á þeim samningi um lóð sem er ófrágenginn og núverandi lóðarsamning.
Umhverfisráð samþykkir að kanna hver er réttur lóðarhafa vegna ófrágengis lóðarsamnings vegna framangreindrar lóðar.

Umhverfisráð - 236. fundur - 06.03.2013

Framhaldsumræðs frá 236. fundi ráðsins. Fyrir fundinum liggur álit lögfræðings sveitarfélagsins, sem er á þann veg að ljúka skuli gerð lóðaleigusamnings eins og samþykkt hafði verið.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðablöðum lóða við við Sandskeið austan Flæðavegar. Austurmörk lóðarinnar nr. 31 við Sandskeið verða eins og bæjarstjórn samþykkti  21. október 1986.

Byggðaráð - 692. fundur - 06.03.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 8:15.

Að beiðni Óskars Óskarssonar er málið tekið á dagskrá byggðarráðs þar sem Hallgrímur Hreinsson f.h. Dalverks eignarhaldsfélags ehf. leitaði til hans vegna máls er varðar lóðarleigusamning vegna Sandskeiðs 31 á Dalvík. Málið tengist einnig viðbrögðum sveitarfélagsins vegna meintra landvinninga Dalverks ehf. við Sandskeið 31.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl.08:41.
Lagt fram til kynningar.