Umhverfisráð

241. fundur 04. september 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201308007Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti óskar Hjörleifur Hjartarsson eftir umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir í Friðlandi Svarfdæla. Undir þessum lið kemur Hjörleifur Hjartarson á fundinn.
Umhverfisráð leggur áherslu á að samningurinn um Friðland Svarfdæla verði kláraður og friðlandsnefndin gerð virk.Ráðið óskar eftir forgangsröðun frá Hjörleifi á þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru. Ráðið þakkar Hjörleifi fyrir áhuga hans á málefninu.

2.Skógarreitur ofan Dalvíkur

Málsnúmer 201308005Vakta málsnúmer

Baldur Snorrason óskar eftir umræðu vegna skógreitar ofan Dalvíkur. Jón Arnar Sverrisson Garðyrkjustjóri mætir á fundinn undir þessum lið.
Umhverfisráð þakkar Jóni Arnari fyrir greinargóða kynningu á verkefninu og leggur til að haldið verði áfram þeirri uppbyggingu sem þegar hefur farið fram. Ráðið leggur til að svæðið verði deiliskipulagt á næsta ári.

3.Leyfi til breytinga á lóðamörkum.

Málsnúmer 201308006Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti óskar Sveinn Arndal Torfason kt. 110177-3219 eftir framkvæmdarleyfi á lóðarmörkum Böggvisbrautar 16 og opnu svæði Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmdarleyfi og felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarmörkum.

4.Umsókn vegna framkvæmda á lóð Brekkusels og í Böggvisstaðarfjalli.

Málsnúmer 201308004Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur óska Sigurgeir Birgisson framkvæmdastjóri og Jón Halldórsson formaður eftir leyfi til framkvæmda á svæði skíðafélagsins.
Umhverfisráði hafnar framkvæmdum á lið 1 vegna jarðrasks.Liður 2.  Þar sem þessi liður fellur að hluta undir lið 1. ( Jarðrask) óskar ráðið eftir tillögu sem er minni að umfangi.Liður 3. Frestað til frekari umræðu.Liður 4. Ráðið hafnar stækkun á bílastæðinu en gerir ekki athugasemd við að olíutankur verði færður.Liður 5. Samþykkt.Liður 6. Hafnað ( fellur undir lið 1, jarðrask).Liður 7. Samþykkt.Liður 8. Samþykkt.Liður 9. Hafnað ( fellur undir lið 1, jarðrask ).Björgvin Hjörleifsson sat hjá við þessa afgreiðslu.

5.Girðing milli húsa 1,3 og 5 við Ásveg og leiksvæðis við Hjarðarslóð á Dalvík

Málsnúmer 201308009Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 02. ágúst 2013 óska eigendur Ásvegar 1, 3 og 5 eftir að Dalvíkurbyggð komi að byggingu girðingar milli lóðanna og leiksvæðis við Hjarðarslóð.
Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að um opið leiksvæði er að ræða án skipulagðs reksturs.

6.Beiðni um úrbætur

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Með innsendum rafpósti óskar Hafþór Gunnarsson eftir úrbótum við hús sitt að Hringtúni 21, Dalvík.
Umhverfisráð frestar erindinu og felur byggingafulltrúa að finna lausn sem lögð verður fyrir ráðið á næsta fundi.

7.Ábending um framkvæmdir fyrir árið 2014

Málsnúmer 201308076Vakta málsnúmer

Sigurgeir Birgisson sendir inn ábendingar um áhugaverðar framkvæmdir
Umhverfisráði frestar erindinu til næsta fundar.

8.Bótaákvæði skipulagslaga, drög.

Málsnúmer 201308049Vakta málsnúmer

Drög að nýju ákvæði í skipulagslögum vegna bóta lögð fram til kynningar.
Umhverfisráð frestar erindinu til næsta fundar.

9.Beiðni um niðurrif gamla íbúðarhússins að Dæli, Skíðadal

Málsnúmer 201307072Vakta málsnúmer

Óskar Sæberg Gunnarsson bóndi í Dæli óskar eftir leyfi til að rífa gamla bæinn.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og gefur leyfi fyrir rifunum.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi að Hafnarbraut 5, Dalvík.

Málsnúmer 201308080Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson arkitekt, fyrir hönd verkalýðsfélagsins Einingar-iðju, óskar eftir framkvæmdarleyfi að Hafnarbraut 5, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og framkvæmdarleyfi veitt.

11.Umsókn vegna breytinga á Goðabraut 9

Málsnúmer 201309003Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda óskar Björn Friðþjófsson eftir leyfi til að breyta þakköntum samkvæmt innsendri teikningu.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsókn vegna breytingu á þakkanti og gefur leyfi til breytinganna, en ef breyting verður á gluggum þarf að skila inn teikningu og sækja sérstaklega um það.

12.Borhola í Laugahlíðarlandi

Málsnúmer 201308069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og felur byggingarfulltrúa að gera tillögu að lóðarblaði.

13.Íbúðir fyrir aldraða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð frestar þessu máli til næsta fundar.

14.Innkomið bréf Unnar Erlu Ármannsdóttur

Málsnúmer 201309021Vakta málsnúmer

Til umræðu bréf Unnar Erlu Ármannsdóttur vegna lóðarmála við Böggvisstaði
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að fara yfir merkingar á Snorrabraut.Ráðið hvetur eiganda að girða lóðina með varanlegri girðingu.

15.Óveruleg breyting á Aðalskipulagi vegna Klængshóls, Skíðadal.

Málsnúmer 201308077Vakta málsnúmer

Samkvæmt meðfylgjandi gögnum er lagt fyrir breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, dagsett 13.08.2013, þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á Klængshóli í Skíðadal. Breytingin er óveruleg og er ekki ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst skv. sömu grein í landsmiðli.Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa niðurstöðuna skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Deiliskipulags tillaga að Klængshóli

Málsnúmer 201308078Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi Jökuls Bergmanns Þórarinssonar, dags. 28.08.2013, þar sem óskað er eftir að tillaga að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, sem hann hefur látið vinna fyrir sig, verði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Efni skipulagstillögu er í meginatriðum eftirfarandi:
Lóðir eru skilgreindar fjórar utan bújarðarinnar, ein fyrir núverandi baðhús, tvær fyrir gistiskála og ein fyrir framtíðar þyrluskýli.
Skilgreindir eru byggingarreitir utan um núverandi byggingar fyrir framtíðar stækkunar- og breytingamöguleika.
Tveir byggingarreitir, á tveimur lóðum, eru skilgreindir fyrir allt að tíu nýja gistiskála, tveir skálar standa nú þegar á sér lóð.
Byggingarreitur er fyrir þyrluskýli, allt að 400 m2 að flatarmáli.
Rennslisvirkjun er áætluð undir 200 kW og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfisráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, Dalvíkurbyggð og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Íþróttasvæði aðalskipulag, minniháttar breyting.

Málsnúmer 201306076Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, dagsett 01.06.2013, þar sem gert er ráð fyrir óverulegri breytingu á landnotkun. Breytingin er óveruleg og er ekki ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst skv. sömu grein í landsmiðli. Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa niðurstöðuna skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Deiliskipulag íþróttasvæðis á Dalvík

Umhverfisráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083Vakta málsnúmer

Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal lagt fram til staðfestingar.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 36 skipulagslaga nr.123/2010

20.Umræða Umhverfisnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2014

Málsnúmer 201308079Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir næsta árs ofl.
Umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs