Friðland Svarfdæla

Málsnúmer 201308007

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Með innsendum rafpósti óskar Hjörleifur Hjartarsson eftir umræðu um fyrirhugaðar framkvæmdir í Friðlandi Svarfdæla. Undir þessum lið kemur Hjörleifur Hjartarson á fundinn.
Umhverfisráð leggur áherslu á að samningurinn um Friðland Svarfdæla verði kláraður og friðlandsnefndin gerð virk.Ráðið óskar eftir forgangsröðun frá Hjörleifi á þeim verkefnum sem fyrirhuguð eru. Ráðið þakkar Hjörleifi fyrir áhuga hans á málefninu.

Umhverfisráð - 244. fundur - 16.10.2013

Umbeðinn forgangsröðunarlisti frá Hjörleifi Hjartarssyni vegna erindis 201308007 fra 241. fundi umhverfisráðs þann 4. september 2013.
Umhverfisráð vísar til byggðarráð að ganga frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um friðlandið og að fjármunum verði veitt til verkefna í friðlandinu.