Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 236. fundur - 06.03.2013

Með bréfi sem dagsett er 18. febrúar 2013, leggur Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, fram deiliskipulagstillögu sem tekur til frístundasvæðis í landi Gullbringu, Svarfaðardal. Fram kemur að óskað er eftir því að uppdrátturinn verði lagður fyrir umhverfisráð og hljóti þá meðferð sem rétt er til samþykktar og síðar staðfestingar og auglýsingar deiliskipulagsins. Jafnframt er óskað eftir því að aðalskipulag Dalvíkurbyggðar verði breytt til samræmis við framangreinda ósk.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um og að óskað verði eftir því við skipulagsstofnun að farið verði með breytingu á aðalskipulagi sem minni háttar breytingu.

Umhverfisráð - 238. fundur - 15.05.2013

Á 236. fundi umhverfisráðs var tekið fyrir ofangreind deiliskipulagstillaga og hún staðfest í sveitarsjórn. Það kallar á breytingu á gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar. Breytingin var send til Skipulagsstofnunar. Borist hefur svar frá stofnuninni vegna þess erindis dagsett 10. maí þar sem skipulagsstofnun telur að breytingar geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er hægt að fara með deiliskipulagið í auglýsingarferil fyrr en staðfesting hefur borist og er því nauðsynlegt að taka málið fyrir í nefndinni þegar svar liggur fyrir.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að upplýsa eigendur Gullbringu um stöðu málsins og hafa samráð við skipulagsstofnun um framvindu málsins.

Umhverfisráð - 239. fundur - 05.06.2013

Með bréfi dagsett 10 maí 2013 telur skipulagsstofnun að breytinginn geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytinginn geti að mati stofnunarinnar haft mikil áhrif á einstaka aðila, íbúa og lóðarhafa í Laugahlíð. Fara þarf því með breytinguna samkvæmt 1. mr. 36. skipulagslaga.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um.

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal lagt fram til staðfestingar.
Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 36 skipulagslaga nr.123/2010

Umhverfisráð - 242. fundur - 11.09.2013

Deiliskipulag í landi Gullbringu, lagt fram til staðfestingar.

Umhverfisráð samþykkir tillögu og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 243. fundur - 18.09.2013

Skipulagstillagan var auglýst 29. júní 2013 með athugasemdarfresti til 9. ágúst 2013. Samhliða var auglýst breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem svæði fyrir frístudarbyggð er skilgreint.
Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum og hefur tillagan fengið málsmeðferð skv. 1. mg 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan að deiliskipulagi verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis og tæknisvið falið að annast gildistöku hennar skv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010..