Íþróttasvæði aðalskipulag, minniháttar breyting.

Málsnúmer 201306076

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, dagsett 01.06.2013, þar sem gert er ráð fyrir óverulegri breytingu á landnotkun. Breytingin er óveruleg og er ekki ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaðan skal auglýst skv. sömu grein í landsmiðli. Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa niðurstöðuna skv. 2. m.gr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.