Girðing milli húsa 1,3 og 5 við Ásveg og leiksvæðis við Hjarðarslóð á Dalvík

Málsnúmer 201308009

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Með bréfi dagsettu 02. ágúst 2013 óska eigendur Ásvegar 1, 3 og 5 eftir að Dalvíkurbyggð komi að byggingu girðingar milli lóðanna og leiksvæðis við Hjarðarslóð.
Umhverfisráð hafnar erindinu og bendir á að um opið leiksvæði er að ræða án skipulagðs reksturs.

Umhverfisráð - 252. fundur - 25.06.2014

Með rafpósti dags. 19. júní 2014 óskar Guðný Ólafsdóttir fyrir hönd eigenda Ásvegar 1-3 eftir aðkomu sveitarfélagsins að frágangi við lóðarmörk.
Ráðið hafnar beiðninni á þeim forsendum að sveitarfélaginu er ekki skilt að girða opin leiksvæði.