Íbúðir fyrir aldraða

Málsnúmer 201309019

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð frestar þessu máli til næsta fundar.

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað, tekið saman af sveitarstjóra, hvað varðar þann möguleika að byggðar verði íbúðir fyrir aldraða með þátttöku Búseta eða Búmanna. Vísað er til þess að á árinu 2008 voru Tréverk og Búseti á Norðurlandi komnir í viðræður um þann möguleika að byggja kaupleiguíbúðir fyrir aldraða og ef til vill tengja þær Dalbæ með einhverjum hætti. Af ýmsum ástæðum féllu viðræður niður en 3. september s.l. var haldinn fundur fulltrúa Dalvíkurbyggðar, Tréverks og Dalbæjar. Fram kom að áhugi er óbreyttur á verkefninu.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 10:49.

Umhverfisráð - 242. fundur - 11.09.2013

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina um íbúðir fyrir aldraða, en leggur áherslu á að ekki verði gengið um of  á það útvistarsvæði sem er í lágini. Ráðið felur byggingarfulltrúa að óska eftir fjármagni til deiliskipulagningar svæðisins og í framhaldi af því setja vinnu við deiliskipulag í gang. Ráðið leggur áherslu á að fyrirhugaðar framkvæmdir verði unnar í góðri sátt við aðliggjandi íbúðaeigendur.

Umhverfisráð - 245. fundur - 06.11.2013

Lögð var fram lýsing fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfisráð leggur til að reitur 303Ib verði tekinn með í lýsingunni og fyrirhuguðu deiliskipulagi. Í framhaldi felur ráðið sviðsstjóra Umhverfis- og tæknisviðs að kynna lýsinguna í samræmi við ákvæði skipulagslaga og senda hana Skipulagsstofnun og öðrum umsagnaraðilum.