Deiliskipulags tillaga að Klængshóli

Málsnúmer 201308078

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Tekið var fyrir erindi Jökuls Bergmanns Þórarinssonar, dags. 28.08.2013, þar sem óskað er eftir að tillaga að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, sem hann hefur látið vinna fyrir sig, verði auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Efni skipulagstillögu er í meginatriðum eftirfarandi:
Lóðir eru skilgreindar fjórar utan bújarðarinnar, ein fyrir núverandi baðhús, tvær fyrir gistiskála og ein fyrir framtíðar þyrluskýli.
Skilgreindir eru byggingarreitir utan um núverandi byggingar fyrir framtíðar stækkunar- og breytingamöguleika.
Tveir byggingarreitir, á tveimur lóðum, eru skilgreindir fyrir allt að tíu nýja gistiskála, tveir skálar standa nú þegar á sér lóð.
Byggingarreitur er fyrir þyrluskýli, allt að 400 m2 að flatarmáli.
Rennslisvirkjun er áætluð undir 200 kW og er því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Umhverfisráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi Klængshóls í Skíðadal, Dalvíkurbyggð og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.