Íbúðarsvæði norðan Lónsbakkahverfis, Hörgársveit - skipulagslýsing deili- og aðalskipulags

Málsnúmer 202111068

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Með tölvupósti, dagsettum 23. nóvember 2021, óskar Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti, dagsettum 23. nóvember 2021, óskar Sigríður Hrefna Pálsdóttir fyrir hönd skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar. Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að gera ekki athugasemdir við skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag nýs áfanga Lónsbakkahverfis ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar.