Frá Samtökum iðnaðarins; Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Samtökum iðnaðarins, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2021, þar sem með meðfylgjandi bréfi er skorað á hvert og eitt sveitarfélag að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til skoðunar.

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Með bréfi, sem dagsett er 15. mars 2021, skora Samtök iðnaðarins á sveitarfélög að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda með vísan til úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2020 og 34/2020. Í bréfinu er einnig vakin athygli á því að: "Enn fremur hefur nefndin skýrlega tekið afstöðu til þess að aðeins sé heimilt að innheimta stöðuleyfisgjald fyrir hverja leyfisveitingu en ekki fyrir hvern gám. Þessi afstaða nefndarinnar eru í samræmi við leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefnar voru fyrst út árið 2017."
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með frekari upplýsingar á næsta fund ráðsins um hvað sveitafélög eru að gera vegna þessa máls.

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Erindi frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 367. fundur - 13.01.2022

Með fundarboði fylgdu drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlögð drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:56.

Á 367. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2022 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum framlögð drög að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir breytingartillögum á reglunum frá afgreiðslu umhverfisráðs og eru þær meðfylgjandi fundarboði sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að reglum um stöðuleyfi í Dalvíkurbyggð með þeim breytingartillögum sem liggja fyrir.