Breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis - Skógarhólar

Málsnúmer 202112005

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem breytingar eru gerðar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23 a,b,c og d.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem breytingar eru gerðar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23 a,b,c og d til þess að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Umhverfisráð samþykkir breytinguna. Að mati ráðsins er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23 a,b,c og d. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á Dalvík þar sem gerðar eru breytingar á stærð lóðanna að Skógarhólum 11 og Skógarhólum 23, a, b, c, og d til að koma fyrir nýrri húsagötu í eigu og rekstri Dalvíkurbyggðar. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir mat ráðsins að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt lóðarhöfum Skógarhóla 11 og Skógarhóla 23, a,b,c,d.