Ósk um samstarf vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 202110044

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Tekin fyrir tölvupóstur dgsettur 17. nóvember 2021 frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur þar sem hún fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands óskar eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til þess að vinna að hönnun á gönguleiðum, útsýnispöllum og dvalarsvæðum meðfram strandlínunni á Dalvík.
Umhverfisráð tekur vel í erindið og leggur til að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Ráðið leggur til að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 þá var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2021 frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur þar sem hún fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands óskar eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð um umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til þess að vinna að hönnun á gönguleiðum, útsýnispöllum og dvalarsvæðum meðfram strandlínunni á Dalvík. Umhverfisráð tekur vel í erindið og leggur til að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Ráðið leggur til að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu umhverfisráðs að farið verði í samstarf við Teiknistofu Norðurlands við að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir þá tillögu að fyrsti áfangi verði gönguleið meðfram Sandskeiði og aðkoman að Böggvisstaðasandi.