Umsókn um lóð - Hringtún 13-15

Málsnúmer 202111047

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Undir þessum lið mættu á fundinn Ottó Jakobsson fyrir hönd EGO húsa ehf og Felix Felixson fyrir hönd Tréverks.
Með umsókn, dagsettri 11. nóvember 2021, óska EGO hús ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til EGO húsa ehf.
Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst.
Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa.
Á þessum forsendum hafnar umhverfisráð því umsókn EGO húsa um lóðina við Hringtún 13-15.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfsiráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Með umsókn, dagsettri 11. nóvember 2021, óska EGO hús ehf. eftir parhúsalóðinni við Hringtún 13-15 á Dalvík. Meðfylgjandi er rökstuðningur fyrir úthlutun lóðarinnar til EGO húsa ehf. Umhverfisráð mat báðar umsóknir um lóðina við Hringtún 13-15 að jöfnu. Samkvæmt 3.1.2. gr. reglna um lóðaveitingar í Dalvíkurbyggð ber að draga á milli ef fleiri en ein hæf umsókn berst. Felix Felixson dró hjartaás fyrir hönd Tréverks og Ottó Jakobsson dró spaðaníu fyrir hönd EGO húsa. Á þessum forsendum hafnar umhverfisráð því umsókn EGO húsa um lóðina við Hringtún 13-15. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og höfnun á úthlutun lóðar við Hringtún 13-15 til EGO húsa.