Nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur

Málsnúmer 202111107

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 66. fundur - 02.12.2021

Tekið fyrir erindi frá Herði Finnbogasyni, framkvæmdarstjóra Skíðafélags Dalvíkur, varðandi nafnskilti fyrir Skíðasvæði Dalvíkur.
Lagt fram til kynningar

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Herði Finnbogasyni starfsmanni Skíðafélags Dalvíkur þar sem hann óskar leyfis fyrir skiltum við Skíðabraut og Mímisveg til að auglýsa skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli.
Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna. Ráðið bendir þó á að sækja verði einnig um leyfi frá Vegagerðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur frá Herði Finnbogasyni starfsmanni Skíðafélags Dalvíkur þar sem hann óskar leyfis fyrir skiltum við Skíðabraut og Mímisveg til að auglýsa skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna. Ráðið bendir þó á að sækja verði einnig um leyfi frá Vegagerðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun umhverfisráðs.