Dalvíkurlína 2 - Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202111092

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þessari fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 hefur nú þegar verið vísað til endurskoðunar þess.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 341. fundur - 14.12.2021

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 03.12.2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að framlögð skipulags- og matslýsing verði samþykkt og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þessari fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 hefur nú þegar verið vísað til endurskoðunar þess. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 ásamt aðalskipulagi Hörgársveitar og Akureyrar vegna Dalvíkurlínu 2 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin er unnin af Verkís fyrir hönd Landsnets.

Umhverfisráð - 370. fundur - 17.03.2022

Lagðar fram til kynningar þær umsagnir sem bárust við skipulags- og matslýsingu fyrir Dalvíkurlínu 2.

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Eiður Smári Árnason boðaði forföll. Monika Margrét Stefánsdóttir kemur inn sem varamaður.
Farið yfir tímalínu vegna aðalskipulagsbreytinga.
Lagt fram til kynningar.