Umhverfisráð 2022

375. fundur 05. september 2022 kl. 14:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá
Eiður Smári Árnason boðaði forföll. Monika Margrét Stefánsdóttir kemur inn sem varamaður.

1.Dalvíkurlína 2 - Skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 202111092Vakta málsnúmer

Farið yfir tímalínu vegna aðalskipulagsbreytinga.
Lagt fram til kynningar.

2.Áskorun vegna lýsingar við göngustíg

Málsnúmer 202208130Vakta málsnúmer

Í erindi, dagsett 29.ágúst 2022, skora hagaðilar í Dalvíkurbyggð á sveitarfélagið að koma í framkvæmd uppbyggingu á upplýstum göngustíg að útivistarsvæðinu við Bögg og Skíðasvæði Dalvíkur.
Umhverfisráð telur að þetta verkefni sé mikilvægt fyrir lýðheilsu allra aldurshópa og umferðaröryggi í samfélaginu. Ráðið felur sviðsstjóra að gera ráð fyrir kostnaði við hönnun og framkvæmd í fjárhagsáætlun 2023.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar

Málsnúmer 202105049Vakta málsnúmer

Í erindi, dagsett 12. apríl 2022, þakkar Hrefna Jóhannesdóttir fyrir hönd verkefnisstjórnar í skógrækt Dalvíkurbyggð fyrir innsenda umsögn við drög að landsáætlun um skógrækt 2021-2031.
Lagt fram til kynningar.

4.Erindi til umhverfisráðs

Málsnúmer 202206065Vakta málsnúmer

Íbréfi, dagsett 9. júní 2022, fer Hjörleifur Hjartarson landvörður fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísar erindinu til aðalskipulagsgerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Svæði undir dýrakirkjugarð

Málsnúmer 202208029Vakta málsnúmer

Í erindi, dagsett 21. júní 2022, óskar María Rakel Pétursdóttir eftir því að sveitarfélagið úthluti svæði undir dýrakirkjugarð. Bendir hún á svæði vestan eða sunnan við Upsa kirkjugarð sem hentuga staðsetningu.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að kanna fordæmi, lög og reglugerðir um dýragrafreiti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

Málsnúmer 202208031Vakta málsnúmer

Í bréfi, dagsett 20. júlí 2022, óskar Ásta Hermannsdóttir fyrir hönd Minjastofnunar eftir áliti Dalvíkurbyggðar á drögum að stefnuskjali um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202208141Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Hringur óskar eftir leyfi til að leggja reiðveg neðan Böggvisstaða.
Í ljósi þess að stígurinn kemur ekki fram í aðal- eða deiliskipulagi og að svæðið er innan þéttbýlismarka, felur umhverfisráð starfsfólki framkvæmdasviðs útgáfu framkvæmdaleyfis með skilmálum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Ósk um framlengingu á leigusamningi á jörðinni Hrísum

Málsnúmer 202208079Vakta málsnúmer

Í bréfi, dagsettu 17. ágúst 2022, óska Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson eftir framlengingu á landleigusamningi vegna Hrísa.
Umhverfisráð samþykkir að fela starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra landleigusamning og kynna á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um stofnun byggingarlóðar úr landi Hrísa

Málsnúmer 202208080Vakta málsnúmer

Í bréfi, dagsettu 17. ágúst 2022, óska Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og staðsetningu byggingarreits og leggja fyrir drög að samningi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Umsókn um lóð - Hamar lóð 7

Málsnúmer 202208078Vakta málsnúmer

Í umsókn, dagsettri 17. ágúst 2022, óskar Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson eftir því að fá úthlutaðri lóð nr. 7 að Hamri.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra samning um lóð 7 að Hamri og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Umsögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Í bréfi, dagsettu 24. júní 2022, óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um það hvort að sveitafélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss ehf. við Öldugötu 31 Árskógssandi samræmist gildandi aðalskipulag sveitafélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda.

Einnig óskar stofnunin eftir upplýsingum um hvort sveitafélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi vegna starfseminnar geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr.
Þessi lóð, Öldugata 31, er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði og í gildi er deiliskipulag þar sem koma fram skilyrði um hámarksbyggingarmagn og stærð lóðar. Ekki hefur borist formleg beiðni um aðal- eða deiliskipulagsbreytingu og umhverfisráð getur því ekki tekið afstöðu að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Hugmyndakassi um umhverfismál

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Umhverfisráð leggur til að fundin verði lausn til að auðvelda íbúum að koma hugmyndum á framfæri við sveitarfélagið.
Umhverfisráð vill styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Umhverfisráð vísar málinu til Byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137Vakta málsnúmer

Forgangsröðun skipulagsverkefna.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra skýrslu um forgangsröðun skipulagsverkefna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Uppbyggingar- og viðhaldsáætlun næstu ára

Málsnúmer 202208133Vakta málsnúmer

Umhverfisráð vill kanna stöðu á uppbyggingar- og viðhaldsáætlun.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að taka saman upplýsingar um stöðu á uppbyggingar- og viðhaldsáætlunum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Vinnuskóli og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202208139Vakta málsnúmer

Umhverfisráð vill opna umræðu um fyrirkomulag vinnuskólans, m.a. með það að markmiði að fjölga skapandi verkefnum.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að endurskoða fyrirkomulag vinnuskólans og meta kostnað við breyttar áherslur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Umferðaröryggi, lýsing og gróður á lóðarmörkum

Málsnúmer 202208138Vakta málsnúmer

Umhverfisráð vill taka til umfjöllunar leiðir til að auka umferðaröryggi í sveitarfélagsinu, m.a. með hraðatakmarkandi aðgerðum og bættri lýsingu.
Umhverfisráð vill taka sérstakt tillit til hraðatakmarkandi aðgerða og bættrar lýsingar við gerð fjárhagsáætlunar og vísar áframhaldandi umræðum til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Snyrtilegra sveitarfélag og tiltektardagar

Málsnúmer 202208132Vakta málsnúmer

Mikilvægt er að Dalvíkurbyggð og tengdar stofnanir sýni gott fordæmi þegar kemur að umhirðu í sveitarfélaginu. Á það einkum við um almennings-, athafna- og hafnarsvæði sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Jafnframt er mikilvægt að hvetja íbúa og fyrirtæki til góðrar umhirðu, s.s. með tiltektardögum að vori.
Umhverfisráð leggur til að gert sé ráð fyrir fjármagni í tiltektardaga í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Málsnúmer 202208136Vakta málsnúmer

Umsóknarfrestur í framkvæmdasjóð ferðamannastaða rennur út 5. október 2022.
Umhverfisráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2023 verði gert ráð fyrir kostnaði við gerð umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir útsýnissvæði í Múla og strandlengju Dalvíkur og Böggvisstaðasands.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17

Málsnúmer 2207007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
  • 19.1 202207056 Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
    Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi dagsett 18. júlí 2022. Óskað er umsagnar byggingafulltrúa vegna umsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Öldugötu 22 á Árskógssandi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Byggingafulltrúi veitir jákvæða umsögn.
  • 19.2 202206134 Tilkynning um framkvæmd - Endurnýjun á þaki í Ránarbraut 8
    Með erindi, dagsettu 29. júní 2022, tilkynnir Gunnar Aðalbjörnsson fyrir hönd Samherja Ísland ehf.um endurnýjun og óverulegar breytingar á þaki og þakkanti að Ránarbraut 8 á Dalvík. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Byggingafulltrúi gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 19.3 202207025 Umsasgnarbeiðni gisting IV,vegna Hótels Kalda
    Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 11. júlí 2022. Óskað er umsagnar vegna umsóknar Bruggsmiðjunnar Kalda ehf. um rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki IV að Sjávargötu 6 á Árskógssandi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Erindi frestað þar til lokaúttekt húsnæðis hefur farið fram.
  • 19.4 202207018 Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 42-48
    Með umsókn, dagsettri 6. júlí 2022, óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGOhúsa ehf. eftir byggingarleyfi fyrir fjögurra íbúða raðhús að Hringtúni 42-48 á Dalvík.
    Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og skráningartafla unnin af Arkibygg arkitektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Byggingaráform eru samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar öll hönnunargögn hafa borist.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 19.5 202207043 Umsókn um byggingarleyfi - Lokastígur 6
    Með umsókn, dagsettri 13. júlí 2022, óskar Hugrún Þorsteinsdóttir fyrir hönd Modulus ehf. eftir byggingarleyfi fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi að Lokastíg 6 á Dalvík.
    Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og skráningartafla unnin af M11 arkitektum.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Byggingaráform eru samþykkt og byggingafulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar öll hönnunargögn hafa borist.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 19.6 202207045 Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 13-15
    Með umsókn, dagsettri 7. júlí 2022, óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Tréverk ehf. eftir byggingarleyfi fyrir parhús að Hringtúni 13-15 á Dalvík.
    Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og skráningartafla unnin af AVH ehf.
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17 Erindi frestað. Athugasemdum komið á framfæri við hönnuð.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 19.7 202006052 Lokaúttekt - Sunnubraut 1
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17
  • 19.8 202011191 Lokaúttekt - Hringtún 17
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17
  • 19.9 202011192 Lokaúttekt - Hringtún 19
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17
  • 19.10 202108075 Stöðuúttekt vegna meistaraskipta - Skógarhólar 11
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17
  • 19.11 202207046 Stöðuúttekt vegna byggingastjóraskipta - Akurhóll
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17
  • 19.12 202105002 Öryggisúttekt- Sörlaskjól
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 17

20.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 18

Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
  • 20.1 202208096 Eignaskiptayfirlýsing - Bjarkarbraut 13
    Lögð fram eignaskiptayfirlýsing sem felur í sér að skipta Bjarkarbraut 13 í tvo eignarhluta sem unnin var af Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni byggingarfræðingi. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 18 Framlögð eignaskiptayfrlýsing samþykkt og verður komið til HMS til skráningar.
  • 20.2 202207045 Umsókn um byggingarleyfi - Hringtún 13-15
    Á 17. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var umsókninni frestað. Ný gögn bárust frá hönnuði 18. ágúst 2022. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 18 Erindi samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðstjóri
  • Helga Íris Ingólfsdóttir starfsmaður
  • Snæbjörn Sigurðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjóri á framkvæmdasviði