Umsögn vegna skipulags á Árskógssandi. Vegna Laxóss

Málsnúmer 202206130

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Í bréfi, dagsettu 24. júní 2022, óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um það hvort að sveitafélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss ehf. við Öldugötu 31 Árskógssandi samræmist gildandi aðalskipulag sveitafélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda.

Einnig óskar stofnunin eftir upplýsingum um hvort sveitafélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi vegna starfseminnar geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr.
Þessi lóð, Öldugata 31, er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði og í gildi er deiliskipulag þar sem koma fram skilyrði um hámarksbyggingarmagn og stærð lóðar. Ekki hefur borist formleg beiðni um aðal- eða deiliskipulagsbreytingu og umhverfisráð getur því ekki tekið afstöðu að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 349. fundur - 20.09.2022

Á 374. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 var eftirfarandi bókað:
"Í bréfi, dagsettu 24. júní 2022, óskar Hulda Soffía Jónasdóttir fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir umsögn Dalvíkurbyggðar um það hvort að sveitafélagið telji að áætluð starfsemi Laxóss ehf. við Öldugötu 31 Árskógssandi samræmist gildandi aðalskipulag sveitafélagsins hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og/eða hvort setja þurfi sér ákvæði í aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar starfsemi og tengdra framkvæmda. Einnig óskar stofnunin eftir upplýsingum um hvort sveitafélagið telji að áformaðar breytingar á deiliskipulagi vegna starfseminnar geti fallið undir óverulegar breytingar sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eða hvort hún falli undir 1. mgr. 43. gr. Þessi lóð, Öldugata 31, er á landnotkunarreit 703-A fyrir athafnasvæði og í gildi er deiliskipulag þar sem koma fram skilyrði um hámarksbyggingarmagn og stærð lóðar. Ekki hefur borist formleg beiðni um aðal- eða deiliskipulagsbreytingu og umhverfisráð getur því ekki tekið afstöðu að svo stöddu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa íbúafund í Árskógi varðandi atvinnutækifæri á Árskógssandi 11. október. Í núgildandi deiliskipulagi á Árskógssandi er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfssemi sem afmarkast af Ægisgötu og Hafnargötu. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1040. fundur - 06.10.2022

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. september sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa íbúafund í Árskógi varðandi atvinnutækifæri á Árskógssandi 11. október. Í núgildandi deiliskipulagi á Árskógssandi er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfssemi sem afmarkast af Ægisgötu og Hafnargötu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að færa fyrirhugaðan fund til 25. október nk. þar sem vegna annarra verkefna og funda þá er ekki svigrúm til að halda íbúafundinn nk. þriðjudag eins og áformað var.

Sveitarstjórn - 350. fundur - 18.10.2022

Á 1040. fundi byggðaráðs þann 6. október 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sveitarstjórnar þann 30. september sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa íbúafund í Árskógi varðandi atvinnutækifæri á Árskógssandi 11. október. Í núgildandi deiliskipulagi á Árskógssandi er gert ráð fyrir lóðum undir atvinnustarfssemi sem afmarkast af Ægisgötu og Hafnargötu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að færa fyrirhugaðan fund til 25. október nk. þar sem vegna annarra verkefna og funda þá er ekki svigrúm til að halda íbúafundinn nk. þriðjudag eins og áformað var."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að íbúafundurinn fari fram 25. október nk.