Snyrtilegra sveitarfélag og tiltektardagar

Málsnúmer 202208132

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Mikilvægt er að Dalvíkurbyggð og tengdar stofnanir sýni gott fordæmi þegar kemur að umhirðu í sveitarfélaginu. Á það einkum við um almennings-, athafna- og hafnarsvæði sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Jafnframt er mikilvægt að hvetja íbúa og fyrirtæki til góðrar umhirðu, s.s. með tiltektardögum að vori.
Umhverfisráð leggur til að gert sé ráð fyrir fjármagni í tiltektardaga í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var rætt um mikilvægi þess að Dalvíkurbyggð og tengdar stofnanir sýni gott fordæmi þegar kemur að umhirðu í sveitarfélaginu. Einkum varðandi almennings-, athafna- og hafnarsvæði sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Var jafnframt rætt um mikilvægt þess að hvetja íbúa og fyrirtæki til góðrar umhirðu, s.s. með tiltektardögum að vori. Ráðið samþykkti á þeim fundi að gera ráð fyrir fjármagni í tiltektardaga í fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og dreifbýlisráð hvetur til þess að undirbúningur og framkvæmd tiltektardaga verði í samstarfi við íbúa- og hverfissamtök í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.