Umsókn um stofnun byggingarlóðar úr landi Hrísa

Málsnúmer 202208080

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Í bréfi, dagsettu 17. ágúst 2022, óska Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og staðsetningu byggingarreits og leggja fyrir drög að samningi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 2. fundur - 03.10.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu þar sem eftirfarandi var bókað:
"Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og staðsetningu byggingarreits og leggja fyrir drög að samningi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson ábúendur að Hrísum komu inn á fundinn undir þessum lið.
Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 og á 2. fundi Skipulagsráðs þann 3. október 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu. Var framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings. Í framhaldi af þeim viðræðum var Önnu Baldvinu og Skarphéðni boðið að koma á fund ráðsins til að fara nánar yfir hugmyndir sínar um nýtingu lóðarinnar.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá samningi við umsækjendur og leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Baldvina Jóhannesdóttir og Skarphéðinn Pétursson véku af fundi kl 15:25.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 4. fundi skipulagsráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5. september 2022 og á 2. fundi Skipulagsráðs þann 3. október 2022 var tekin fyrir umsókn frá Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur og Skarphéðins Péturssonar eftir leyfi fyrir skika úr landi Hrísa fyrir lóð undir nýtt íbúðarhús, ræktun og gróðursetningu. Var framkvæmdasviði falið að ræða við umsækjendur um stærð lóðar og fyrirkomulag lóðarleigusamnings. Í framhaldi af þeim viðræðum var Önnu Baldvinu og Skarphéðni boðið að koma á fund ráðsins til að fara nánar yfir hugmyndir sínar um nýtingu lóðarinnar.Niðurstaða:Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að ganga frá samningi við umsækjendur og leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum umsókn um stofnun byggingalóðar Lnr. 235844 úr landi Hrísa samkvæmt lóðarblaði frá verkfræðistofunni Mannviti, dagsettu í maí 2023 og felur sveitarstjóra að úthluta lóðinni og ganga frá lóðarleigusamningi við umsækjendur."

Fleiri tóku ekki til máls.

SVeitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.