Umferðaröryggi, lýsing og gróður á lóðarmörkum

Málsnúmer 202208138

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Umhverfisráð vill taka til umfjöllunar leiðir til að auka umferðaröryggi í sveitarfélagsinu, m.a. með hraðatakmarkandi aðgerðum og bættri lýsingu.
Umhverfisráð vill taka sérstakt tillit til hraðatakmarkandi aðgerða og bættrar lýsingar við gerð fjárhagsáætlunar og vísar áframhaldandi umræðum til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt að tekið yrði sérstakt tillit til hraðatakmarkandi aðgerða og bættrar lýsingar við gerð fjárhagsáætlunar og var vísað áframhaldandi umræðum til næstu funda.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur framkvæmdasviði að taka saman tillögur að mögulegum lausnum og leggja fyrir nefndina.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.