Vinnuskóli og skapandi sumarstörf

Málsnúmer 202208139

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Umhverfisráð vill opna umræðu um fyrirkomulag vinnuskólans, m.a. með það að markmiði að fjölga skapandi verkefnum.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að endurskoða fyrirkomulag vinnuskólans og meta kostnað við breyttar áherslur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt að fela starfsfólki framkvæmdasviðs að endurskoða fyrirkomulag vinnuskólans og meta kostnað við breyttar áherslur, m.a. með það að markmiði að fjölga skapandi verkefnum.
Umhverfis- og dreifbýlisráð óskar eftir samstarfi með íþrótta- og æskulýðsráði um stefnumótun vinnuskólans.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.