Skipulagsverkefni - forgangsmál

Málsnúmer 202208137

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Forgangsröðun skipulagsverkefna.
Umhverfisráð felur starfsfólki framkvæmdasviðs að uppfæra skýrslu um forgangsröðun skipulagsverkefna og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 1. fundur - 14.09.2022

Lagðar fram tillögur að forgangsröðun í skipulagsmálum.
Skipulagsráð leggur til að sett verði í forgang að skipuleggja fjölbreytta íbúðabyggð í og við þéttbýlin á Dalvík og Árskógssandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 2. fundur - 03.10.2022

Farið yfir tillögur að forgangsröðun skipulagsverkefna í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að undirbúa forsendur fyrir verðkönnun vegna deiliskipulags fyrir íbúabyggð við Böggvisbraut, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur og leggja fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Lögð fyrir drög að verðkönnun vegna deiliskipulagsgerðar fyrir íbúabyggð við Böggvisbraut, á Árskógssandi og suðurbæ Dalvíkur.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að vinna áfram verðkönnunargögn eftir ábendingar frá formanni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 120. fundur - 07.12.2022

Lagt fram til kynningar forgangslista Skipulagsráðs um deiliskipulag Dalvíkurbyggðar.
Dagskrárliður 10. frestað til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 123. fundur - 05.04.2023

Lagt fram til kynningar forgangslisti Skipulagsráðs um deiliskipulag Dalvíkurbyggðar.
Á forgangslista skipulagsráðs er ekki endurskoðun á deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Dalvík. Veitu- og hafnaráð beinir því til Skipulagsráðs að taka til endurskoðunar deiliskipulag á hafnarsvæðinu á Dalvík. Einnig beinir Veitu- og hafnaráð því til skipulagsráðs að hægt sé að fara að vinna að hugmyndum um útfærslur á deiliskipulagi á hafnarsvæði Árskógssands og flýta þannig ferlinu þó svo að formlegt deiliskipulagsferli sé ekki byrjað. Benedikt Snær bíðst til þess að koma á fund skipulagsráðs og fara yfir umræður sem voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum