Hugmyndakassi um umhverfismál

Málsnúmer 202208140

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Umhverfisráð leggur til að fundin verði lausn til að auðvelda íbúum að koma hugmyndum á framfæri við sveitarfélagið.
Umhverfisráð vill styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Umhverfisráð vísar málinu til Byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1039. fundur - 27.09.2022

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi kl. 14:45 til annarra starfa.

Á 375. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð leggur til að fundin verði lausn til að auðvelda íbúum að koma hugmyndum á framfæri við sveitarfélagið.Umhverfisráð vill styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Umhverfisráð vísar málinu til Byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til UT-teymis sveitarfélagsins.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375. fundir Umhverfisráðs 2022 þann 5.9.2022 var samþykkt bókun um vilja ráðsins til að styrkja íbúalýðræði og opna vettvang þar sem fólk getur komið ábendingum á framfæri, bæði rafrænt og skriflega. Byggðaráð samþykkti á 1039. fundi sínum þann 27.9.2022 að vísa málinu til UT-teymis sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.