Erindi til umhverfisráðs

Málsnúmer 202206065

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð 2022 - 375. fundur - 05.09.2022

Íbréfi, dagsett 9. júní 2022, fer Hjörleifur Hjartarson landvörður fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísar erindinu til aðalskipulagsgerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 1. fundur - 30.09.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2022, þar sem Hjörleifur Hjartarson landvörður fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísaði erindinu til aðalskipulagsgerðar. Tekið fyrir á 394. Sveitarstjórnarfundi þar sem samþykkt var að vísa málinu til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar sem færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskipulag. Jafnframt er framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til Skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 4. fundur - 02.11.2022

Á 375. fundi Umhverfisráðs var tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2022, þar sem Hjörleifur Hjartarson landvörður fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgangs innan Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð vísaði erindinu til aðalskipulagsgerðar. Tekið fyrir á 394. sveitarstjórnarfundi þar sem samþykkt var að vísa málinu til Umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar sem færi síðan að nýju fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Á 1. fundi Umhverfis- og dreifbýlisráð var samþykkt að fela Skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskipulag. Jafnframt var framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til Skipulagsráðs.
Skipulagsráð felur framkvæmdasviði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Á 375. fundi umhverfisráðs 2022 þann 5. september sl. var tekið fyrir bréf frá Hjörleifi Hjartarsyni, landverði, dagsett þann 9. júní sl., þar sem hann fer fram á að komið verði í veg fyrir malarnám og losun jarð- og byggingarefna og garðúrgagns innan Friðlands Svarfdæla. Umhverfisráð vísaði málinu til gerðar aðalskipulags. Á 349. fundi sveitarstjórnar þann 20. september sl. var samþykkt sú tillaga að vísa þessum máli til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og dreifbýlisráðs fjallaði um málið á 1. fundi sínum þann 30. september sl. og ráðið fól skipulagsráði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við aðalskpulag. Jafnframt var framkvæmdasviði falið að gera úttekt á námum sveitarfélagsins varðandi áætlanir um efnistökumagn og áframhaldandi vinnu vísað til skipulagsráðs.

Skipulagsráð tók málið fyrir á 4. fundi sínum þann 2. nóvember sl. og fól framkvæmdasviði að finna farveg fyrir urðunarstaði í sveitarfélaginu í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafa ofangreint erindi til hliðsjónar við vinnu stýrihópsins skv. 1. lið hér að ofan um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Noðurlandi og tengd verkefni.